Grýla í augum trúaðra 9. september 2010 15:00 Reynir Harðarson telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga nú um mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. Fréttablaðið/gva Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira