Grýla í augum trúaðra 9. september 2010 15:00 Reynir Harðarson telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga nú um mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. Fréttablaðið/gva Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkings kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Dawkins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunarlíffræði og vísindi áður Ranghugmyndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúarbrögð og hugmyndina um yfirnáttúruleg máttarvöld. Bókin hefurselst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bókBókaútgáfan Ormstunga gefur bókina út á Íslensku út en Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður Vantrúar, félagi trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feitur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskaplega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúð og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vísindi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekking hans á líffræði og þróunarkenningunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast viðfangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginnMikill styr hefur staðið um bókina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghugmynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg inn í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira