Erlent

Bond settur í salt

Óvíst er hvenær næsta Bondmynd lítur dagsins ljós.
Óvíst er hvenær næsta Bondmynd lítur dagsins ljós.

Framleiðslu á nýjustu James Bond myndinni hefur verið hætt um óákveðinn tíma. Framleiðendur myndarinnar segjast ekki vilja taka áhættuna á því að gera myndina, sem er sú 23 í röðinni, vegna óvissu um fjárhagslegt bolmagn og framtíð MGM kvikmyndaversins.

Daniel Craig, sá sem þessa dagana er í hlutverki njósnara hennar hátignar, segist styðja framleiðendurna í einu og öllu en vonast til þess að hægt verði að hefja framleiðsluna á ný sem fyrst. Til stóð að frumsýna myndina seint á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×