Innlent

Vilja hótel í Hafnarstræti á ný

Húsið hefur að mestu leyti staðið autt undanfarin ár. 
fréttablaðið/þórunn
Húsið hefur að mestu leyti staðið autt undanfarin ár. fréttablaðið/þórunn
Fosshótel hafa áhuga á því að starfrækja hótel á ný í Hafnarstræti 98 á Akureyri, gamla Hótel Akureyri. Fyrirtækið hefur skoðað málið með byggingafyrirtæki og eigendum hússins, Saga fjárfestingabanka og KEA, að undanförnu.

Hugmyndin er að gera gamla húsið upp í upprunalegri mynd og byggja 62 herbergja hótel með nýtingu byggingaréttar fyrir aftan húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði tveimur hæðum hærra en núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Heildarkostnaður við að gera upp gamla húsið og reisa viðbygginguna fyrir aftan það er áætlaður allt að 700 milljónir króna. Ólafur Torfason, aðaleigandi Fosshótela, segir í samtali við Vikudag á Akureyri að 30 til 40 störf myndu skapast á framkvæmdatímanum og svo 20 til 30 við rekstur hótelsins. Hugmyndirnar hafa verið kynntar fyrir bæjaryfirvöldum.

Húsið hefur lengi staðið autt og stóð til að rífa það um tíma, þar til það var friðað í nóvember 2007. Saga fjárfestingabanki og KEA keyptu það árið 2008 með það að markmiði að gera það upp. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×