Fjölmenning eða einsleitni og einangrun? Ágústa Ósk Aronsdóttir og Gunnlaugur Br. Björnsson skrifar 17. september 2010 16:39 Í febrúar árið 2008 birtist í blaði þessu grein eftir tvo af þáverandi stjórnarmönnum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Greinin bar fyrirsögnina "Siðferðisboðskapur óskast" og fjallaði um fordóma Íslendinga gagnvart innflytjendum enda höfðu íslensk nýnasistafélög og rasískir klúbbar þá mikið verið í umræðunni. Nú, tveimur og hálfu ári síðar virðist því miður sem fátt hafi breyst í þessum málum. Á sama tíma og Íslendingar sameinast á bakvið ein hjúskaparlög auk þess að fussa og sveia yfir fordómum lítils hóps nágranna okkar í Færeyjum bendir margt til þess að við eigum nokkuð í land með að uppræta óforsvaranlega og tilefnislausa fordóma hér heima fyrir. Fordómar gagnvart innflytjendum hafa verið til umræðu undanfarna daga en umræðan opnaðist þegar fréttir bárust af feðgum sem flúðu land. Um var að ræða íslenska ríkisborgara af erlendum uppruna sem yfirgáfu Ísland í lögreglufylgd vegna ofsókna. Margir spyrja sig, er til einföld lausn á fordómum? Flest vitum við að fordómar stafa af vanþekkingu og oftar en ekki ótta við hið óþekkta. En með því að þekkja rótina, getum við þá ekki unnið bug á vandanum? Jú, það má vera - en til þess þurfum við augljóslega öll að vinna saman því auðvelt er að taka fleiri dæmi um fordóma og mismunun úr íslenskum samtíma. Í vikunni komu fram hjón í fjölmiðlum og ræddu um fordóma sem maðurinn hefur orðið fyrir, en hann er dökkur á hörund. Þau nefndu meðal annars að fyrirtæki sem auglýsti eftir starfsfólki hafi sagt allar stöður fullmannaðar þegar maðurinn gekk á þeirra fund. Að sama skapi má í þessu samhengi minnast á nýlega rannsókn sem sýnir að börn af erlendum uppruna verða mun frekar fyrir einelti en önnur börn í íslenskum grunnskólum. Þar kom sérstaklega fram að gert er grín að litarhætti, trúarbrögðum, matarvenjum og fleiru. Einnig má nefna dæmi frá bæjarfélagi nokkru. Þar bauð Rauði krossinn nú fyrir skemmstu uppá fjölmenningarlegt ungmennastarf. Starfið gekk vel í fyrstu eða allt þar til bornir og barnfæddir Íslendingar fóru að verða fyrir aðkasti af hálfu skólafélaga sinna fyrir að „hanga með útlendingunum" eins og skólafélagar þeirra orðuðu það. Þessi atlaga kippti fótunum undan starfinu. Þar sem Rauði krossinn stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga getum við ekki annað en að spurt okkur hvernig standi á því að það að lifa saman í sátt og samlyndi reynist okkur svo flókið sem dæmin sanna? Hvað þarf að gerast til að við sjáum samskipti við Íslendinga af erlendu bergi brotna sem forréttindi og hæfileika til að kynnast nýjum og fjölbreyttum menningarheimum? Umræða, fræðsla og þekkingaröflun eru þrír þættir sem geta komið nauðsynlegri vegferð okkar af stað. Markmiðið er augljóst; að eyða tilhæfulausum fordómum og gera Ísland að ákjósanlegum búsetustað fyrir alla. Íslendingar af erlendum uppruna hafa án efa að geyma fleiri sögur í svipuðum dúr og þær sem nefndar hafa verið hér á undan. Við hvetjum þá aðila til að stíga fram og segja sínar sögur til að halda umræðunni vakandi og hjálpa okkur þannig að ná áðurnefndu markmiði. Jafnframt hvetjum við Íslendinga alla til að ræða þessi mál, inni á heimilum, skólum og á vinnustöðum - hvort kjósum við fjölmenningarlegt samfélag eða áframhaldandi einsleitni og einangrun? Nú skerum við upp herör gegn slíkri fáfræði og fordómum því það er jú okkar allra að standa saman að þessum málum og sýna í eitt skipti fyrir öll að Íslendingar eru víðsýn þjóð sem hvorki líður kynþáttafordóma né annað misrétti. Í þessari vegferð er gott að hafa hugsjón Rauða krossins í huga. Rauði kross Íslands er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hreyfingin telur 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða og 300 þúsund starfsmenn sem allir starfa með sama markmið í huga; mannúð. Leiðir okkar til að ná markmiðinu er meðal annars óhlutdrægni, en hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Á sama tíma er einnig gott fyrir okkur að minnast Genfarsaminganna sem kveða á um líkn án manngreinarálits sem og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en hún kveður skýrt á um að öll erum við borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Með því að gera okkur grein fyrir eigin fordómum vinnum við gegn þeim. Kæri lesandi - vegferðin hefst hjá þér! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar árið 2008 birtist í blaði þessu grein eftir tvo af þáverandi stjórnarmönnum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands (URKÍ). Greinin bar fyrirsögnina "Siðferðisboðskapur óskast" og fjallaði um fordóma Íslendinga gagnvart innflytjendum enda höfðu íslensk nýnasistafélög og rasískir klúbbar þá mikið verið í umræðunni. Nú, tveimur og hálfu ári síðar virðist því miður sem fátt hafi breyst í þessum málum. Á sama tíma og Íslendingar sameinast á bakvið ein hjúskaparlög auk þess að fussa og sveia yfir fordómum lítils hóps nágranna okkar í Færeyjum bendir margt til þess að við eigum nokkuð í land með að uppræta óforsvaranlega og tilefnislausa fordóma hér heima fyrir. Fordómar gagnvart innflytjendum hafa verið til umræðu undanfarna daga en umræðan opnaðist þegar fréttir bárust af feðgum sem flúðu land. Um var að ræða íslenska ríkisborgara af erlendum uppruna sem yfirgáfu Ísland í lögreglufylgd vegna ofsókna. Margir spyrja sig, er til einföld lausn á fordómum? Flest vitum við að fordómar stafa af vanþekkingu og oftar en ekki ótta við hið óþekkta. En með því að þekkja rótina, getum við þá ekki unnið bug á vandanum? Jú, það má vera - en til þess þurfum við augljóslega öll að vinna saman því auðvelt er að taka fleiri dæmi um fordóma og mismunun úr íslenskum samtíma. Í vikunni komu fram hjón í fjölmiðlum og ræddu um fordóma sem maðurinn hefur orðið fyrir, en hann er dökkur á hörund. Þau nefndu meðal annars að fyrirtæki sem auglýsti eftir starfsfólki hafi sagt allar stöður fullmannaðar þegar maðurinn gekk á þeirra fund. Að sama skapi má í þessu samhengi minnast á nýlega rannsókn sem sýnir að börn af erlendum uppruna verða mun frekar fyrir einelti en önnur börn í íslenskum grunnskólum. Þar kom sérstaklega fram að gert er grín að litarhætti, trúarbrögðum, matarvenjum og fleiru. Einnig má nefna dæmi frá bæjarfélagi nokkru. Þar bauð Rauði krossinn nú fyrir skemmstu uppá fjölmenningarlegt ungmennastarf. Starfið gekk vel í fyrstu eða allt þar til bornir og barnfæddir Íslendingar fóru að verða fyrir aðkasti af hálfu skólafélaga sinna fyrir að „hanga með útlendingunum" eins og skólafélagar þeirra orðuðu það. Þessi atlaga kippti fótunum undan starfinu. Þar sem Rauði krossinn stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga getum við ekki annað en að spurt okkur hvernig standi á því að það að lifa saman í sátt og samlyndi reynist okkur svo flókið sem dæmin sanna? Hvað þarf að gerast til að við sjáum samskipti við Íslendinga af erlendu bergi brotna sem forréttindi og hæfileika til að kynnast nýjum og fjölbreyttum menningarheimum? Umræða, fræðsla og þekkingaröflun eru þrír þættir sem geta komið nauðsynlegri vegferð okkar af stað. Markmiðið er augljóst; að eyða tilhæfulausum fordómum og gera Ísland að ákjósanlegum búsetustað fyrir alla. Íslendingar af erlendum uppruna hafa án efa að geyma fleiri sögur í svipuðum dúr og þær sem nefndar hafa verið hér á undan. Við hvetjum þá aðila til að stíga fram og segja sínar sögur til að halda umræðunni vakandi og hjálpa okkur þannig að ná áðurnefndu markmiði. Jafnframt hvetjum við Íslendinga alla til að ræða þessi mál, inni á heimilum, skólum og á vinnustöðum - hvort kjósum við fjölmenningarlegt samfélag eða áframhaldandi einsleitni og einangrun? Nú skerum við upp herör gegn slíkri fáfræði og fordómum því það er jú okkar allra að standa saman að þessum málum og sýna í eitt skipti fyrir öll að Íslendingar eru víðsýn þjóð sem hvorki líður kynþáttafordóma né annað misrétti. Í þessari vegferð er gott að hafa hugsjón Rauða krossins í huga. Rauði kross Íslands er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hreyfingin telur 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða og 300 þúsund starfsmenn sem allir starfa með sama markmið í huga; mannúð. Leiðir okkar til að ná markmiðinu er meðal annars óhlutdrægni, en hreyfingin gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum. Á sama tíma er einnig gott fyrir okkur að minnast Genfarsaminganna sem kveða á um líkn án manngreinarálits sem og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en hún kveður skýrt á um að öll erum við borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Með því að gera okkur grein fyrir eigin fordómum vinnum við gegn þeim. Kæri lesandi - vegferðin hefst hjá þér!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun