Innlent

Verður kynnt á næstu dögum

Erfiðlega hefur gengið fyrir starfshóp stjórnvalda að fá áreiðanleg gögn til að byggja niðurstöður sínar á.
Fréttablaðið/Vilhelm
Erfiðlega hefur gengið fyrir starfshóp stjórnvalda að fá áreiðanleg gögn til að byggja niðurstöður sínar á. Fréttablaðið/Vilhelm
Stefnt er að því að kynna niðurstöður sérfræðingahóps stjórnvalda sem reiknar nú út kostnað við mögulegar aðgerðir stjórnvalda fyrir skuldug heimili í þessari viku.

„Við erum farin að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og formaður hópsins. Í þessum starfshópi sitja fulltrúar stjórnvalda, lánveitenda og lánþega.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að kynna niðurstöðurnar fyrir forsætisráðherra áður en þing kemur saman á fimmtudag. Vinna starfshópsins hefur tekið lengri tíma en búist hafði verið við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma tafirnar til af því að erfiðlega hefur gengið að fá gögn sem lögð verða til grundvallar útreikningunum.

Sigurður segir að engar leiðir hafi verið slegnar út af borðunum. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×