Jarðvarmageiri þarf umgjörð til að dafna 2. nóvember 2010 05:00 Michael Porter segir sjálfsvorkunnina of áberandi hér á landi, en nú sé kominn tími til að horfa fram á veginn. „Við getum ekki dvalið endalaust við kreppuna,“ sagði hann. Fréttablaðið/Anton „Tími er kominn til að ræða um framtíðina og láta af umræðu um orsakir kreppunnar,“ sagði prófessor Michael Porter á Iceland Geothermal jarðvarmaráðstefnunni sem fram fór í Háskólabíói í gær. Á henni var fjallað um klasamyndun í jarðvarmageira og hvernig hún gæti orðið grundvöllur aukins hagvaxtar. Porter sem er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, kynnti á ráðstefnunni í gær niðurstöður rannsóknar sem unnin hefur verið undir hans handleiðslu á íslenska jarðvarmaklasanum og hvernig efla megi uppbyggingu hans. „Jarðvarmi og klasamyndun honum tengd er einn þeirra þátta sem ég tel geta hjálpað landinu,“ sagði Porter og áréttaði að þótt hlutir hafi farið aflaga og tafið þjóðina á leið til aukinnar samkeppnishæfni þá skipti öllu máli að komast nú aftur á rétt ról. Porter gekk raunar svo langt að segja að Íslendingar mættu skammast sín tækist þeim ekki að skapa jarðvarmageiranum nauðsynlega umgjörð til þess að dafna, en hann kallaði eftir því að mynduð yrði stefna um klasamyndun hér. „Við getum aldrei orðið öllum allt,“ sagði hann, sérhæfing væri nauðsynleg. Hér væru þó allar aðstæður til að hagnýta meira en orkuna eina og flytja út tækniþjónustu og sérþekkingu þá sem hér hafi orðið til. Porter benti á að orkugeirinn á Íslandi væri smár í alþjóðlegum samanburði og raunveruleg hætta væri á að Íslendingar misstu af lestinni í samkeppni við aðrar þjóðir og yrðu af mannauði væri ekki þegar í stað gripið til markvissra aðgerða til að styðja klasann. Því væri nauðsynlegt að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum og sníða af vankanta sem hamli geiranum. Til dæmis sé hamlandi hversu ráðandi opinber fyrirtæki séu í orkuframleiðslu, þótt í orði sé hún opin samkeppni. Þá virðist landið, fyrir reglur Evrópska efnahagssvæðisins, opið erlendri fjárfestingu en líði fyrir skort á gagnsæi. Gjaldeyrishöft hamli og eins sé regluverk tengt fjárfestingum í jarðvarmaverkefnum íþyngjandi. „Umbætur til stuðnings jarðvarmaklasanum gagnast ekki honum einum heldur geta líka orðið fyrirmynd að því hvernig staðið er að viðskiptum á öðrum sviðum,“ sagði Michael Porter. olikr@frettabladid.is Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
„Tími er kominn til að ræða um framtíðina og láta af umræðu um orsakir kreppunnar,“ sagði prófessor Michael Porter á Iceland Geothermal jarðvarmaráðstefnunni sem fram fór í Háskólabíói í gær. Á henni var fjallað um klasamyndun í jarðvarmageira og hvernig hún gæti orðið grundvöllur aukins hagvaxtar. Porter sem er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, kynnti á ráðstefnunni í gær niðurstöður rannsóknar sem unnin hefur verið undir hans handleiðslu á íslenska jarðvarmaklasanum og hvernig efla megi uppbyggingu hans. „Jarðvarmi og klasamyndun honum tengd er einn þeirra þátta sem ég tel geta hjálpað landinu,“ sagði Porter og áréttaði að þótt hlutir hafi farið aflaga og tafið þjóðina á leið til aukinnar samkeppnishæfni þá skipti öllu máli að komast nú aftur á rétt ról. Porter gekk raunar svo langt að segja að Íslendingar mættu skammast sín tækist þeim ekki að skapa jarðvarmageiranum nauðsynlega umgjörð til þess að dafna, en hann kallaði eftir því að mynduð yrði stefna um klasamyndun hér. „Við getum aldrei orðið öllum allt,“ sagði hann, sérhæfing væri nauðsynleg. Hér væru þó allar aðstæður til að hagnýta meira en orkuna eina og flytja út tækniþjónustu og sérþekkingu þá sem hér hafi orðið til. Porter benti á að orkugeirinn á Íslandi væri smár í alþjóðlegum samanburði og raunveruleg hætta væri á að Íslendingar misstu af lestinni í samkeppni við aðrar þjóðir og yrðu af mannauði væri ekki þegar í stað gripið til markvissra aðgerða til að styðja klasann. Því væri nauðsynlegt að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum og sníða af vankanta sem hamli geiranum. Til dæmis sé hamlandi hversu ráðandi opinber fyrirtæki séu í orkuframleiðslu, þótt í orði sé hún opin samkeppni. Þá virðist landið, fyrir reglur Evrópska efnahagssvæðisins, opið erlendri fjárfestingu en líði fyrir skort á gagnsæi. Gjaldeyrishöft hamli og eins sé regluverk tengt fjárfestingum í jarðvarmaverkefnum íþyngjandi. „Umbætur til stuðnings jarðvarmaklasanum gagnast ekki honum einum heldur geta líka orðið fyrirmynd að því hvernig staðið er að viðskiptum á öðrum sviðum,“ sagði Michael Porter. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira