Innlent

Þriðjungur landsmanna styður stjórnina

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
„Þau stjórnvöld sem fara af hjörunum yfir því að mælast lágt í miðjum erfiðleikum eru ekki vandanum vaxin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna.

Ríkisstjórnin mælist með þrjátíu prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í síðasta mánuði mældist ríkisstjórnin með fjörutíu prósenta fylgi.

Stjórnarflokkarnir mælast með átján prósent hvor. Til samanburðar voru Vinstri græn með 21,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum í fyrravor og tuttugu prósent í síðustu könnun fyrir mánuði.

Fylgið hrundi hins vegar hjá Samfylkingunni, sem fór úr þrjátíu prósenta kjörfylgi. Ríkisútvarpið sagði í gærkvöldi fylgi flokksins ekki hafa mælst minna í níu ár, síðan í nóvember 2001.

Sjálfstæðisflokkur og Hreyfingin bæta við sig yrði kosið nú en Framsókn tapar tveimur prósentustigum frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun Gallup.

„Það er eðlilegt að stjórnarflokkarnir taki dýfu. Þetta hefur verið erfiður mánuður,“ segir Steingrímur og bendir á að víða í þeim löndum sem glími við erfiðleika njóti stjórnvöld lítils stuðnings. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×