Innlent

Aka upp í skíðabrekkur í Bláfjöllum

Ökumenn sem keyra í skíðabrekkunum geta tafið fyrir því að hægt verði að nýta svæðið til skíðaiðkunar
Ökumenn sem keyra í skíðabrekkunum geta tafið fyrir því að hægt verði að nýta svæðið til skíðaiðkunar Mynd úr safni
„Borið hefur á því að ökumenn geri sér að leik að aka upp í skíðabrekkur og í síðustu viku var einnig ekið um göngusvæðið og snjórinn spændur upp sem útilokaði að hægt var að nýta til skíðagöngu þann litla snjó sem var kominn. Þeim tilmælum er eindregið beint til allra ökumanna að virða bann við akstri utan vega og bílastæða í Bláfjöllum," segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra skíðasvæðanna.

Lítillega hefur snjóað í Bláfjöllum og er að myndast grunnur sem með frekari snjókomu mun gera skíðaiðkun mögulega þó töluvert vanti enn á það. Á göngusvæðinu fer að verða mögulegt að leggja spor, einkum á sléttunni við Suðurgil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×