Innlent

Icesave viðræðum lokið fyrir mánaðarlok

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson segist búast við því að viðræðum um Icesave verði lokið fyrir mánaðalok. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson segist búast við því að viðræðum um Icesave verði lokið fyrir mánaðalok. Mynd/ GVA.
Viðræðum um lausn á Icesave samningnum verður lokið áður en nóvember er á enda. Þetta er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í samtali við Reuters.

Þegar Össur var spurður hvort að svo gæti farið að samningaviðræðurnar myndu dragast fram á næsta ár sagði Össur að hann teldi það afar ólíklegt. „Reynsla mín af Icesave er sú að það er ekki hægt að útiloka neitt, en í hreinskilni sagt tel ég að það sé mjög ólíklegt," sagði Össur, sem er staddur í Osló samkvæmt frásögn Reuters.

Össur segir reyndar líka í samtali við Reuters að ef hann hefði verið spurður fyrir mánuði síðan að þá hefði hann sagt að viðræðum yrði lokið innan tveggja vikna. Núna myndi hann telja að hægt yrði að sjá verulega þróun á málinu á næsta mánuði.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að sú upphæð sem Íslendingar muni þurfa að greiða vegna Icesave muni á endanum nema um 75 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×