Segir ríkisstjórnina skulda þjóðinni svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2010 12:17 Bjarni Benediktsson í Valhöll í gær. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórnin skuldi þjóðinni skýringar á nýjum tíðindum um að íslenska ríkið muni líklega þurfa að greiða miklu minna vegna Icesave-reikninganna. Greint hefur frá því að upphæðin verði líklega ekki hærri en 75 milljarðar króna. Eins og fréttastofa greindi frá fyrir helgi sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á haustráðstefnu KPMG á fimmtudag að nýjustu upplýsingar bentu til að heildarkostnaður ríkisins vegna Icesave-samninganna yrði ekki meiri en 5 prósent af landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári var 1500 milljarðar króna, en 5 prósent af því eru 75 milljarðar. Þetta er umtalsvert lægri fjárhæð en þeir samningar hljóðuðu upp á sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs, en forsetinn beitti eins og frægt er orðið synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að samningarnir yrðu að lögum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í þeir sem hafi staðið að gerð síðustu samninga, sem gerðir voru í umboði ríkisstjórnarinnar, skuldi þjóðinni skýringar í ljósi nýrra upplýsinga um að Icesave-skuldin verði umtalsvert lægri fyrir ríkissjóð. „Ég hef allan tímann talið að það myndi renna upp sá dagur að fólk sæi hvers konar hrapaleg mistök stjórnarmeirihlutinn var að gera hér á síðasta ári þegar þau ítrekað reyndu að þrýsta í gegn þessum óbilgjörnu Icesave-samningum í gegnum þingið og koma þeim skuldbindingum yfir íslensku þjóðina. Það eru vísbendingar um að það sé hægt að ljúka málinu núna með mun minni tilkostnaði, kannski hundrað milljarða lægri kostnaði fyrir Íslendinga, heldur en til stóð að gera. Það segir ekki neitt annað en að þeir sem bera ábyrgð á fyrri gerð samninga um lausn Icesave-deilunnar skulda Íslendingum svör," segir Bjarni. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórnin skuldi þjóðinni skýringar á nýjum tíðindum um að íslenska ríkið muni líklega þurfa að greiða miklu minna vegna Icesave-reikninganna. Greint hefur frá því að upphæðin verði líklega ekki hærri en 75 milljarðar króna. Eins og fréttastofa greindi frá fyrir helgi sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á haustráðstefnu KPMG á fimmtudag að nýjustu upplýsingar bentu til að heildarkostnaður ríkisins vegna Icesave-samninganna yrði ekki meiri en 5 prósent af landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári var 1500 milljarðar króna, en 5 prósent af því eru 75 milljarðar. Þetta er umtalsvert lægri fjárhæð en þeir samningar hljóðuðu upp á sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs, en forsetinn beitti eins og frægt er orðið synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar til að koma í veg fyrir að samningarnir yrðu að lögum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að í þeir sem hafi staðið að gerð síðustu samninga, sem gerðir voru í umboði ríkisstjórnarinnar, skuldi þjóðinni skýringar í ljósi nýrra upplýsinga um að Icesave-skuldin verði umtalsvert lægri fyrir ríkissjóð. „Ég hef allan tímann talið að það myndi renna upp sá dagur að fólk sæi hvers konar hrapaleg mistök stjórnarmeirihlutinn var að gera hér á síðasta ári þegar þau ítrekað reyndu að þrýsta í gegn þessum óbilgjörnu Icesave-samningum í gegnum þingið og koma þeim skuldbindingum yfir íslensku þjóðina. Það eru vísbendingar um að það sé hægt að ljúka málinu núna með mun minni tilkostnaði, kannski hundrað milljarða lægri kostnaði fyrir Íslendinga, heldur en til stóð að gera. Það segir ekki neitt annað en að þeir sem bera ábyrgð á fyrri gerð samninga um lausn Icesave-deilunnar skulda Íslendingum svör," segir Bjarni.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira