Innlent

Danir brutu lög

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá þingi Norðurlandaráðs sem hófst í dag. Mynd/ Frikki.
Frá þingi Norðurlandaráðs sem hófst í dag. Mynd/ Frikki.
Danir hafa brotið lög með því að vísa úr landi norrænum ríkisborgurum. Þetta er niðurstaða lögfræðinga sem Norðurlandaráð fékk til að meta réttmæti aðgerða Dana.

Kirsten Ketscher, prófessor í lögfræði við Hafnarháskóla, segir að brottvísun norrænna borgara frá Danmörku af þeirri ástæðu einni að þeir hafi þegið félagsaðstoð, sé réttarfarslega vafasöm og brot á fyrirliggjandi sáttmálum. Slík brottvísun norrænna borgara samræmist ekki norrænum sáttmálum og tilskipun ESB um dvalarrétt, eftir því sem fram kemur á Norden.org.

Fjölda fólks hefur verið vísað frá Danmörku á liðnum mánuðum á þeirri forsendu að þeir þáðu framfærslustyrk frá hinu opinbera. Nokkrir Íslendingar eru í hópi þessa fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×