Innlent

Lúlli löggubangsi fór á spítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn með Lúlla löggubangsa og nokkra vaska krakka sér til aðstoðar.
Lögreglumenn með Lúlla löggubangsa og nokkra vaska krakka sér til aðstoðar.
Lúlli löggubangsi varð fyrir smá óhappi um daginn og leitaði sér aðstoðar á Bangsaspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru meiðsl hans sem betur fer ekki alvarleg og Lúlli var útskrifaður eftir að læknar og hjúkrunarfólk höfðu skoðað hann gaumgæfilega.

Lögreglumenn segja að það hafi verið líf og fjör á Bangsaspítalanum þegar Lúlli var þar til meðhöndlunar enda margir aðrir bangsar, og einstaka dúkkur, mættir í læknisskoðun.

Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda sjúklinga mátti rekja til svokallaðs opins bangsaspítala en að honum stóð Lýðheilsufélag læknanema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×