Falinn fjársjóður 29. janúar 2010 06:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar um óperuupptökur Nýlega uppgötvaði ég fyrir tilviljun geisladisk með söng hins ástsæla óperusöngvara okkar Íslendinga, Stefáns Íslandi. Hljómplötur með honum eru ekki allt of margar og því mikill fengur að þessum upptökum. Um er að ræða hljómupptöku sem gerð var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 22. febrúar 1950 af flutningi óperunnar La Bohème eftir Puccini. Ástæðan fyrir þessum geisladiski er þó ekki söngur Stefáns heldur Victoriu de los Ángeles, sem á þessum tíma var orðin heimsfræg óperusöngkona 26 ára gömul. Söngkonan kom til Kaupmannahafnar til að flytja nokkra konserta og menn notuðu tækifærið og fengu hana til að syngja sem gestur í óperu í Konunglega. Líklegt er að La Bohème hafi þegar verið þar á fjölunum og Victoria tekið að sér hlutverk Mímíar þetta kvöld. Allir aðrir söngvarar voru danskir m.a. Henry Skjær í hlutverki Marcellos og Ruth Guldbæk í hlutverki Musettu. Ekki er öll óperan á diskinum. Stefán Íslandi syngur fyrstur með aríu Rudolfos „Che gelida manina" Ekki er þó hér um að ræða söng Stefáns frá þessari sýningu heldur upptöku frá 2.9.1940. Þá kemur aría Mímíar „Mi chiamano Mimi". Fyrsta þætti óperunnar lýkur svo með hinum gullfallega dúett Stefáns og Victoriu „O suave fanciulla". Það er mikill ávinningur fyrir íslenskar tónmenntir að eiga þennan dúett með Stefáni. Victoria söng þennan dúett oft inn á plötur síðar, m.a. með Jussi Björling. Flestir tenórar ljúka þessum dúetti með sama háa tóninum og sópransöngkonan en Stefán líkur honum með lægri tóni, þar sem ljómandi raddfegurð hans nýtur sín einkar vel. Annar þáttur er ekki heldur allur á diskinum en þriðji og fjórði þáttur eru það. Stefán syngur í þriðja þætti með miklum tilþrifum og af innlifun. Sama er að segja um fjórða þáttinn, sem byrjar með dúettinum „In un coupé" á móti Henry Skjær. Þar bætist enn einn dúett með þeim félögum við hina tvo, sem þeir sungu inn á plötur 1942, úr Perluköfurunum eftir Bizet og Valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Íslandi, sem á þessum tíma stóð á hátindi söngferils síns 42ja ára gamall, hafði oft sungið í La Bohème frá 1939. Hann var í essinu sínu þetta kvöld , brilljant og öruggur. Hann var verðugur mótsöngvari Victoriu de los Ángeles skrifuðu dönsku blöðin um sýninguna. Vegna þess að gestasöngur Victoriu var í danskri uppfærslu (þá var ekki farið að syngja allar óperur á frummálinu) sungu allir söngvararnir á dönsku nema hún, sem söng á ítölsku. Undantekningin var þó Stefán, sem söng alltaf á móti gestinum á ítölsku en öðrum söngvurum á dönsku. Þannig er dúettinn „O suave fanciulla" á ítölsku en dúettinn „In un coupé" á móti Henry Skjær á dönsku. Þessa er getið í ævisögu Stefáns „Áfram veginn" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Ber þetta glöggan vott um tungumálafærni Stefáns. Hann var einn örfárra Íslendinga í Danmörku, sem talaði svo lýtalausa dönsku að danskir viðmælendur hans héldu að hann væri danskur. Geisladiskur þessi er gefinn út af Naxos útgáfufyrirtækinu og er nr. 8.112010. Höfundur er kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar um óperuupptökur Nýlega uppgötvaði ég fyrir tilviljun geisladisk með söng hins ástsæla óperusöngvara okkar Íslendinga, Stefáns Íslandi. Hljómplötur með honum eru ekki allt of margar og því mikill fengur að þessum upptökum. Um er að ræða hljómupptöku sem gerð var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 22. febrúar 1950 af flutningi óperunnar La Bohème eftir Puccini. Ástæðan fyrir þessum geisladiski er þó ekki söngur Stefáns heldur Victoriu de los Ángeles, sem á þessum tíma var orðin heimsfræg óperusöngkona 26 ára gömul. Söngkonan kom til Kaupmannahafnar til að flytja nokkra konserta og menn notuðu tækifærið og fengu hana til að syngja sem gestur í óperu í Konunglega. Líklegt er að La Bohème hafi þegar verið þar á fjölunum og Victoria tekið að sér hlutverk Mímíar þetta kvöld. Allir aðrir söngvarar voru danskir m.a. Henry Skjær í hlutverki Marcellos og Ruth Guldbæk í hlutverki Musettu. Ekki er öll óperan á diskinum. Stefán Íslandi syngur fyrstur með aríu Rudolfos „Che gelida manina" Ekki er þó hér um að ræða söng Stefáns frá þessari sýningu heldur upptöku frá 2.9.1940. Þá kemur aría Mímíar „Mi chiamano Mimi". Fyrsta þætti óperunnar lýkur svo með hinum gullfallega dúett Stefáns og Victoriu „O suave fanciulla". Það er mikill ávinningur fyrir íslenskar tónmenntir að eiga þennan dúett með Stefáni. Victoria söng þennan dúett oft inn á plötur síðar, m.a. með Jussi Björling. Flestir tenórar ljúka þessum dúetti með sama háa tóninum og sópransöngkonan en Stefán líkur honum með lægri tóni, þar sem ljómandi raddfegurð hans nýtur sín einkar vel. Annar þáttur er ekki heldur allur á diskinum en þriðji og fjórði þáttur eru það. Stefán syngur í þriðja þætti með miklum tilþrifum og af innlifun. Sama er að segja um fjórða þáttinn, sem byrjar með dúettinum „In un coupé" á móti Henry Skjær. Þar bætist enn einn dúett með þeim félögum við hina tvo, sem þeir sungu inn á plötur 1942, úr Perluköfurunum eftir Bizet og Valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Íslandi, sem á þessum tíma stóð á hátindi söngferils síns 42ja ára gamall, hafði oft sungið í La Bohème frá 1939. Hann var í essinu sínu þetta kvöld , brilljant og öruggur. Hann var verðugur mótsöngvari Victoriu de los Ángeles skrifuðu dönsku blöðin um sýninguna. Vegna þess að gestasöngur Victoriu var í danskri uppfærslu (þá var ekki farið að syngja allar óperur á frummálinu) sungu allir söngvararnir á dönsku nema hún, sem söng á ítölsku. Undantekningin var þó Stefán, sem söng alltaf á móti gestinum á ítölsku en öðrum söngvurum á dönsku. Þannig er dúettinn „O suave fanciulla" á ítölsku en dúettinn „In un coupé" á móti Henry Skjær á dönsku. Þessa er getið í ævisögu Stefáns „Áfram veginn" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Ber þetta glöggan vott um tungumálafærni Stefáns. Hann var einn örfárra Íslendinga í Danmörku, sem talaði svo lýtalausa dönsku að danskir viðmælendur hans héldu að hann væri danskur. Geisladiskur þessi er gefinn út af Naxos útgáfufyrirtækinu og er nr. 8.112010. Höfundur er kaupmaður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun