Falinn fjársjóður 29. janúar 2010 06:00 Jóhann J. Ólafsson skrifar um óperuupptökur Nýlega uppgötvaði ég fyrir tilviljun geisladisk með söng hins ástsæla óperusöngvara okkar Íslendinga, Stefáns Íslandi. Hljómplötur með honum eru ekki allt of margar og því mikill fengur að þessum upptökum. Um er að ræða hljómupptöku sem gerð var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 22. febrúar 1950 af flutningi óperunnar La Bohème eftir Puccini. Ástæðan fyrir þessum geisladiski er þó ekki söngur Stefáns heldur Victoriu de los Ángeles, sem á þessum tíma var orðin heimsfræg óperusöngkona 26 ára gömul. Söngkonan kom til Kaupmannahafnar til að flytja nokkra konserta og menn notuðu tækifærið og fengu hana til að syngja sem gestur í óperu í Konunglega. Líklegt er að La Bohème hafi þegar verið þar á fjölunum og Victoria tekið að sér hlutverk Mímíar þetta kvöld. Allir aðrir söngvarar voru danskir m.a. Henry Skjær í hlutverki Marcellos og Ruth Guldbæk í hlutverki Musettu. Ekki er öll óperan á diskinum. Stefán Íslandi syngur fyrstur með aríu Rudolfos „Che gelida manina" Ekki er þó hér um að ræða söng Stefáns frá þessari sýningu heldur upptöku frá 2.9.1940. Þá kemur aría Mímíar „Mi chiamano Mimi". Fyrsta þætti óperunnar lýkur svo með hinum gullfallega dúett Stefáns og Victoriu „O suave fanciulla". Það er mikill ávinningur fyrir íslenskar tónmenntir að eiga þennan dúett með Stefáni. Victoria söng þennan dúett oft inn á plötur síðar, m.a. með Jussi Björling. Flestir tenórar ljúka þessum dúetti með sama háa tóninum og sópransöngkonan en Stefán líkur honum með lægri tóni, þar sem ljómandi raddfegurð hans nýtur sín einkar vel. Annar þáttur er ekki heldur allur á diskinum en þriðji og fjórði þáttur eru það. Stefán syngur í þriðja þætti með miklum tilþrifum og af innlifun. Sama er að segja um fjórða þáttinn, sem byrjar með dúettinum „In un coupé" á móti Henry Skjær. Þar bætist enn einn dúett með þeim félögum við hina tvo, sem þeir sungu inn á plötur 1942, úr Perluköfurunum eftir Bizet og Valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Íslandi, sem á þessum tíma stóð á hátindi söngferils síns 42ja ára gamall, hafði oft sungið í La Bohème frá 1939. Hann var í essinu sínu þetta kvöld , brilljant og öruggur. Hann var verðugur mótsöngvari Victoriu de los Ángeles skrifuðu dönsku blöðin um sýninguna. Vegna þess að gestasöngur Victoriu var í danskri uppfærslu (þá var ekki farið að syngja allar óperur á frummálinu) sungu allir söngvararnir á dönsku nema hún, sem söng á ítölsku. Undantekningin var þó Stefán, sem söng alltaf á móti gestinum á ítölsku en öðrum söngvurum á dönsku. Þannig er dúettinn „O suave fanciulla" á ítölsku en dúettinn „In un coupé" á móti Henry Skjær á dönsku. Þessa er getið í ævisögu Stefáns „Áfram veginn" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Ber þetta glöggan vott um tungumálafærni Stefáns. Hann var einn örfárra Íslendinga í Danmörku, sem talaði svo lýtalausa dönsku að danskir viðmælendur hans héldu að hann væri danskur. Geisladiskur þessi er gefinn út af Naxos útgáfufyrirtækinu og er nr. 8.112010. Höfundur er kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Jóhann J. Ólafsson skrifar um óperuupptökur Nýlega uppgötvaði ég fyrir tilviljun geisladisk með söng hins ástsæla óperusöngvara okkar Íslendinga, Stefáns Íslandi. Hljómplötur með honum eru ekki allt of margar og því mikill fengur að þessum upptökum. Um er að ræða hljómupptöku sem gerð var í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 22. febrúar 1950 af flutningi óperunnar La Bohème eftir Puccini. Ástæðan fyrir þessum geisladiski er þó ekki söngur Stefáns heldur Victoriu de los Ángeles, sem á þessum tíma var orðin heimsfræg óperusöngkona 26 ára gömul. Söngkonan kom til Kaupmannahafnar til að flytja nokkra konserta og menn notuðu tækifærið og fengu hana til að syngja sem gestur í óperu í Konunglega. Líklegt er að La Bohème hafi þegar verið þar á fjölunum og Victoria tekið að sér hlutverk Mímíar þetta kvöld. Allir aðrir söngvarar voru danskir m.a. Henry Skjær í hlutverki Marcellos og Ruth Guldbæk í hlutverki Musettu. Ekki er öll óperan á diskinum. Stefán Íslandi syngur fyrstur með aríu Rudolfos „Che gelida manina" Ekki er þó hér um að ræða söng Stefáns frá þessari sýningu heldur upptöku frá 2.9.1940. Þá kemur aría Mímíar „Mi chiamano Mimi". Fyrsta þætti óperunnar lýkur svo með hinum gullfallega dúett Stefáns og Victoriu „O suave fanciulla". Það er mikill ávinningur fyrir íslenskar tónmenntir að eiga þennan dúett með Stefáni. Victoria söng þennan dúett oft inn á plötur síðar, m.a. með Jussi Björling. Flestir tenórar ljúka þessum dúetti með sama háa tóninum og sópransöngkonan en Stefán líkur honum með lægri tóni, þar sem ljómandi raddfegurð hans nýtur sín einkar vel. Annar þáttur er ekki heldur allur á diskinum en þriðji og fjórði þáttur eru það. Stefán syngur í þriðja þætti með miklum tilþrifum og af innlifun. Sama er að segja um fjórða þáttinn, sem byrjar með dúettinum „In un coupé" á móti Henry Skjær. Þar bætist enn einn dúett með þeim félögum við hina tvo, sem þeir sungu inn á plötur 1942, úr Perluköfurunum eftir Bizet og Valdi örlaganna eftir Verdi. Stefán Íslandi, sem á þessum tíma stóð á hátindi söngferils síns 42ja ára gamall, hafði oft sungið í La Bohème frá 1939. Hann var í essinu sínu þetta kvöld , brilljant og öruggur. Hann var verðugur mótsöngvari Victoriu de los Ángeles skrifuðu dönsku blöðin um sýninguna. Vegna þess að gestasöngur Victoriu var í danskri uppfærslu (þá var ekki farið að syngja allar óperur á frummálinu) sungu allir söngvararnir á dönsku nema hún, sem söng á ítölsku. Undantekningin var þó Stefán, sem söng alltaf á móti gestinum á ítölsku en öðrum söngvurum á dönsku. Þannig er dúettinn „O suave fanciulla" á ítölsku en dúettinn „In un coupé" á móti Henry Skjær á dönsku. Þessa er getið í ævisögu Stefáns „Áfram veginn" eftir Indriða G. Þorsteinsson. Ber þetta glöggan vott um tungumálafærni Stefáns. Hann var einn örfárra Íslendinga í Danmörku, sem talaði svo lýtalausa dönsku að danskir viðmælendur hans héldu að hann væri danskur. Geisladiskur þessi er gefinn út af Naxos útgáfufyrirtækinu og er nr. 8.112010. Höfundur er kaupmaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar