Lífið

Simon heiðraður með sérstökum Bafta

Cowell fær Bafta-verðlaun í næsta mánuði fyrir framlag sitt til tónlistar- og sjónvarpsheimsins.
Cowell fær Bafta-verðlaun í næsta mánuði fyrir framlag sitt til tónlistar- og sjónvarpsheimsins.

Idol- og X-Factor dómarinn Simon Cowell fær afhent heiðursverðlaun á Bafta-sjónvarpshátíðinni sem verður haldin í London í næsta mánuði.

Verðlaunin fær hann fyrir framlag sitt til tónlistar- og sjónvarpsheimsins og fyrir að hafa komið ungu hæfileikafólki á framfæri. Stutt er síðan Cowell kom fram í síðasta American Idol-þættinum sínum. Næst á dagskrá hjá honum er bandarísk útgáfa af X-Factor þar sem hann verður vafalítið jafnumdeildur og í Idolinu.

Síðar á þessu ári fær Cowell afhent önnur verðlaun, eða alþjóðleg Emmy-verðlaun fyrir sjónvarpsstarf sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.