Niðurskurður má ekki koma niður á mannréttindum María Gyða Pétursdóttir skrifar 10. desember 2010 13:25 Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að leggja af heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna, hefur víða vakið hörð viðbrögð. Sumir sem um málið hafa fjallað tala um að hreinlega sé um mannvonsku eða heimsku að ræða. Líklegra er að ákvörðunin sé byggð á skorti á skilningi á aðstæðum þeirra barna sem njóta þjónustunnar. Í 23.grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var staðfestur fyrir Íslands hönd árið 1992, kemur eftirfarandi fram: „Aðildarríki viðurkenna rétt fatlaðs barns til sérstakrar umönnunar, og skulu þau stuðla að því og sjá um að barni sem á rétt á því, svo og þeim er hafa á hendi umönnun þess, verði eftir því sem föng eru á veitt sú aðstoð sem sótt er um og hentar barninu og aðstæðum foreldra eða annarra sem annast það." Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands er augljóst brot á þessari grein. Nauðsyn niðurskurðar og ástæður hans eru þjóðinni vel kunnar. Ríkisstjórn Íslands stendur frammi fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum og ekki er rétt að draga í efa allar þær ákvarðanir um niðurskurð sem teknar hafa verið. Engum líkar niðurskurður, sér í lagi ekki þegar um er að ræða mikilvæga þjónustu sem fólk hefur hingað til notið góðs af, en einhvers staðar verður að draga línuna. Forgangsröðun er afar mikilvæg þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar um niðurskurð. Huga þarf sérstaklega að því, þegar slíkar ákvarðanir eru teknar, að ekki sé brotið á réttindum barna eða fullorðinna. Þar sem heimahjúkrun langveikra eða fatlaðra barna er nauðsynleg öllum þeim er hana þiggja, hefur niðurskurður þessarar þjónustu í för með sér gríðarlega skerðingu á lífsgæðum þessara barna. Ungmennaráð er liður í starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem eru leiðandi og frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna um allan heim. Meðlimir ungmennaráðsins eru ekki fullorðnir heldur ungmenni. Við viljum endurspegla sjónarmið barna til hinna ýmsu mála sem varða börn og þar með okkur sjálf. Ungmennaráðið hefur sent Heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands áskorun um að beita sér fyrir endurskoðun þessarar ákvörðunar. og er það mín ósk að rödd okkar, ásamt öllum þeim, sem berjast fyrir rétti þessara barna, verði heyrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að leggja af heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna, hefur víða vakið hörð viðbrögð. Sumir sem um málið hafa fjallað tala um að hreinlega sé um mannvonsku eða heimsku að ræða. Líklegra er að ákvörðunin sé byggð á skorti á skilningi á aðstæðum þeirra barna sem njóta þjónustunnar. Í 23.grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var staðfestur fyrir Íslands hönd árið 1992, kemur eftirfarandi fram: „Aðildarríki viðurkenna rétt fatlaðs barns til sérstakrar umönnunar, og skulu þau stuðla að því og sjá um að barni sem á rétt á því, svo og þeim er hafa á hendi umönnun þess, verði eftir því sem föng eru á veitt sú aðstoð sem sótt er um og hentar barninu og aðstæðum foreldra eða annarra sem annast það." Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands er augljóst brot á þessari grein. Nauðsyn niðurskurðar og ástæður hans eru þjóðinni vel kunnar. Ríkisstjórn Íslands stendur frammi fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum og ekki er rétt að draga í efa allar þær ákvarðanir um niðurskurð sem teknar hafa verið. Engum líkar niðurskurður, sér í lagi ekki þegar um er að ræða mikilvæga þjónustu sem fólk hefur hingað til notið góðs af, en einhvers staðar verður að draga línuna. Forgangsröðun er afar mikilvæg þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar um niðurskurð. Huga þarf sérstaklega að því, þegar slíkar ákvarðanir eru teknar, að ekki sé brotið á réttindum barna eða fullorðinna. Þar sem heimahjúkrun langveikra eða fatlaðra barna er nauðsynleg öllum þeim er hana þiggja, hefur niðurskurður þessarar þjónustu í för með sér gríðarlega skerðingu á lífsgæðum þessara barna. Ungmennaráð er liður í starfi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem eru leiðandi og frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna um allan heim. Meðlimir ungmennaráðsins eru ekki fullorðnir heldur ungmenni. Við viljum endurspegla sjónarmið barna til hinna ýmsu mála sem varða börn og þar með okkur sjálf. Ungmennaráðið hefur sent Heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands áskorun um að beita sér fyrir endurskoðun þessarar ákvörðunar. og er það mín ósk að rödd okkar, ásamt öllum þeim, sem berjast fyrir rétti þessara barna, verði heyrð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar