Enski boltinn

Ancelotti: Við erum ekki að horfa á Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og Carlo Ancelotti
Alex Ferguson og Carlo Ancelotti Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist ekki vera upptekinn af því að fylgjast með því sem er að gerast hjá Manchester United því hann hafi nóg með að einbeita sér að sínu liði.

Aðeins Chelsea og United hafa unnið enska meistaratitilinn síðustu sex ár en í ár hafa Arsenal, Manchester City og Tottenham blandað sér í baráttuna á toppnum.

„Við erum ekki að horfa á Manchester United. Þetta er mjög jöfn og krefjandi deild þar sem allir leikir eru erfiðir. Það er mikil breidd í þesssari deild og það er ekkert að ráðast núna," sagði Carlo Ancelotti sem stýrði sínum mönnum loksins til sigurs í vikunni.

Ancelotti segir mikilvægt að sínir menn nýti sér það vel að hafa létt af pressunni með sigrinum á Bolton og haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum.

„Það er mikið álag á liðinu á þessum tíma ársins og þetta eru alltaf erfiðar vikur á tímabilinu. Við verðum að halda áfram og það er mikilvægt að halda einbeitingu, bæði æfingum sem og í leikjum," sagði Ancelotti.

Roman Abramovich eigandi Chelsea, hefur gefið Ancelotti leyfi til þess að kaupa nýja leikmenn en ítalski stjórinn ætlar að taka sinn tíma.

„Við höfum ekki talað neitt sérstaklega um þetta en við höfum einn mánuð. Ef við þurfum á nýjum mönnum að halda þá getum við náð í þá," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×