Færri leikskólakennarar = Faglegur ávinningur? Ragnheiður Halldórsdóttir skrifar 21. desember 2010 06:00 Í lögum nr. 87 frá 2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla teljist til stöðugilda leikskólakennara. Því fer fjarri að þessu markmiði laganna sé náð hjá leikskólum Reykjavíkurborgar. Ef gluggað er í skýrslu Hagstofu Íslands um starfsfólk í leikskólum 2009 kemur í ljós að hlutfallslega flestir leikskólakennarar af starfsmönnum við uppeldi og menntun starfa á Norðurlandi eystra eða 49%. Næst hæst er þetta hlutfall á Vesturlandi eða 40%. Í Reykjavík er þetta hlutfall 31% en 35% í hinum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er því á botninum hvað varðar hlutfall leikskólakennara við uppeldi og menntun yngstu borgaranna. Borgarráð setti fyrir nokkru á laggirnar starfshóp sem heitir því mjög svo lýsandi nafni “starfshópur um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila”. Þessi ágæti starfshópur hefur að leiðarljósi þá hugmynd að með sameiningu skóla megi ná fram umtalsverðri hagræðingu. Á mannamáli þýðir þetta sparnað með því að lækka laun hjá hópi kvenna enda líklega óverjandi að það séu starfandi konur hjá Reykjavíkurborg sem nái meðallaunum. Starfshópurinn gerir því einnig skóna að faglegur ávinningur fylgi sameiningu. Þetta þýðir að gert sé ráð fyrir að færri leikskólakennarar tákni betra starf í leikskólunum. Reykjavíkurborg rekur 80 leikskóla sem stjórnað er af 80 leikskólastjórum sem allt eru konur. Aðstoðarleikskólastjórar eru jafnmargir en í þeirra hópi eru tveir karlar Stjórnendur leikskólanna eru allir með leikskólakennaramenntun og afar margir með framhaldsmenntun. Þessir stjórnendur, 158 konur og 2 karlar mega gera ráð fyrir að fá uppsagnarbréf í hendur innan tíðar. Þrátt fyrir viðvarandi skort á leikskólakennurum í Reykjavík þykir stjórnendum leikskólamála Borgarinnar það vel koma til greina að fækka í hópnum. Það kann að vera að einhverjir þeirra sem fá uppsagnarbréf kjósi að sækja um starf hjá Reykjavíkurborg en höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði og víðast er skortur á leikskólakennurum eins og skýrsla Hagstofunnar vitnar um. Færa má fyrir því rök að lág laun leikskólakennara séu helsti þröskuldur þess að mögulegt sé að uppfylla lagalega skyldu varðandi hlutfall leikskólakennara við uppeldi og menntun í leikskólum. Pólitískt kjörnir fulltrúar eru í lykilhlutverki við að ná markmiði laganna. Títt nefndur starfshópur er ekki eini starfshópurinn á vegum Borgarinnar. Annar slíkur nefnist “starfshópur til að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg” og hyggur sá á landvinninga í jafnréttismálum. Markmið hópsins er að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg sem er, samkvæmt upplýsingum starfshópsins, umtalsverður. Hjá Reykjavíkurborg eru konur að meðaltali með 98 % af dagvinnulaunum karla þegar miðað er við starfsmenn í fullu starfi. Hinsvegar eru konurnar að meðaltali með 87% af heildarlaunum karla miðað við sömu forsendur. Munurinn á dagvinnuhlutfalli og heildarlaunahlutfalli felst í yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum enda hafa konur aðeins 53% af yfirvinnu karla og 37% af akstursgreiðslu þeirra. Hér rekst því hvað á annars horn. Annar hópurinn hefur það markmið að útrýma kynbundnum launamun en hinn vill losa sig við hóp kvenna sem nær meðallaunum og auka þannig á kynbundin launamun. Baráttu leikskólakennara mun víst seint ljúka á meðan ráðamenn telja það vænlegan kost og fækka í þeirra röðum í trássi við landslög. Leikskólakennarar mennta sig til að starfa með ungum börnum og í þeirra þágu. Þeir sækja sér þessa menntun því þeir hafa áhuga fyrir einmitt þessu starfi ella hefðu þeir lært landafræði, guðfræði eða hárgreiðslu. Þegar Fósturskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskólanum og námið formlega komið á háskólastig sagði við mig gamall bóndi: “Hvaða þörf er nú á þessu, það eru svo margir sem eiga erfitt með að læra en eiga gott með að umgangast börn”. Er það ef til vill þetta sjónarmið sem við erum að kljást við í dag ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Sjá meira
Í lögum nr. 87 frá 2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla teljist til stöðugilda leikskólakennara. Því fer fjarri að þessu markmiði laganna sé náð hjá leikskólum Reykjavíkurborgar. Ef gluggað er í skýrslu Hagstofu Íslands um starfsfólk í leikskólum 2009 kemur í ljós að hlutfallslega flestir leikskólakennarar af starfsmönnum við uppeldi og menntun starfa á Norðurlandi eystra eða 49%. Næst hæst er þetta hlutfall á Vesturlandi eða 40%. Í Reykjavík er þetta hlutfall 31% en 35% í hinum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er því á botninum hvað varðar hlutfall leikskólakennara við uppeldi og menntun yngstu borgaranna. Borgarráð setti fyrir nokkru á laggirnar starfshóp sem heitir því mjög svo lýsandi nafni “starfshópur um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila”. Þessi ágæti starfshópur hefur að leiðarljósi þá hugmynd að með sameiningu skóla megi ná fram umtalsverðri hagræðingu. Á mannamáli þýðir þetta sparnað með því að lækka laun hjá hópi kvenna enda líklega óverjandi að það séu starfandi konur hjá Reykjavíkurborg sem nái meðallaunum. Starfshópurinn gerir því einnig skóna að faglegur ávinningur fylgi sameiningu. Þetta þýðir að gert sé ráð fyrir að færri leikskólakennarar tákni betra starf í leikskólunum. Reykjavíkurborg rekur 80 leikskóla sem stjórnað er af 80 leikskólastjórum sem allt eru konur. Aðstoðarleikskólastjórar eru jafnmargir en í þeirra hópi eru tveir karlar Stjórnendur leikskólanna eru allir með leikskólakennaramenntun og afar margir með framhaldsmenntun. Þessir stjórnendur, 158 konur og 2 karlar mega gera ráð fyrir að fá uppsagnarbréf í hendur innan tíðar. Þrátt fyrir viðvarandi skort á leikskólakennurum í Reykjavík þykir stjórnendum leikskólamála Borgarinnar það vel koma til greina að fækka í hópnum. Það kann að vera að einhverjir þeirra sem fá uppsagnarbréf kjósi að sækja um starf hjá Reykjavíkurborg en höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði og víðast er skortur á leikskólakennurum eins og skýrsla Hagstofunnar vitnar um. Færa má fyrir því rök að lág laun leikskólakennara séu helsti þröskuldur þess að mögulegt sé að uppfylla lagalega skyldu varðandi hlutfall leikskólakennara við uppeldi og menntun í leikskólum. Pólitískt kjörnir fulltrúar eru í lykilhlutverki við að ná markmiði laganna. Títt nefndur starfshópur er ekki eini starfshópurinn á vegum Borgarinnar. Annar slíkur nefnist “starfshópur til að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg” og hyggur sá á landvinninga í jafnréttismálum. Markmið hópsins er að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg sem er, samkvæmt upplýsingum starfshópsins, umtalsverður. Hjá Reykjavíkurborg eru konur að meðaltali með 98 % af dagvinnulaunum karla þegar miðað er við starfsmenn í fullu starfi. Hinsvegar eru konurnar að meðaltali með 87% af heildarlaunum karla miðað við sömu forsendur. Munurinn á dagvinnuhlutfalli og heildarlaunahlutfalli felst í yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum enda hafa konur aðeins 53% af yfirvinnu karla og 37% af akstursgreiðslu þeirra. Hér rekst því hvað á annars horn. Annar hópurinn hefur það markmið að útrýma kynbundnum launamun en hinn vill losa sig við hóp kvenna sem nær meðallaunum og auka þannig á kynbundin launamun. Baráttu leikskólakennara mun víst seint ljúka á meðan ráðamenn telja það vænlegan kost og fækka í þeirra röðum í trássi við landslög. Leikskólakennarar mennta sig til að starfa með ungum börnum og í þeirra þágu. Þeir sækja sér þessa menntun því þeir hafa áhuga fyrir einmitt þessu starfi ella hefðu þeir lært landafræði, guðfræði eða hárgreiðslu. Þegar Fósturskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskólanum og námið formlega komið á háskólastig sagði við mig gamall bóndi: “Hvaða þörf er nú á þessu, það eru svo margir sem eiga erfitt með að læra en eiga gott með að umgangast börn”. Er það ef til vill þetta sjónarmið sem við erum að kljást við í dag ?
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun