Ísland og Króatía gerðu jafntefli 25. janúar 2010 11:15 Aron Pálmarsson átti magnaði innkomu í leikinn í dag. Mynd/DIENER/Leena Manhart Ísland og Króatía gerðu jafntefli, 26-26, í mögnuðum handboltaleik í Vínarborg í dag. Ísland var með leikinn í hendi sér lengstum en Króatar sýndu mikla seiglu á lokakaflanum. Íslenska liðið var mikið utan vallar í síðari hálfleik og tékkneskir dómarar leiksins leyfðu Króötum að spila ótrúlega langar sóknir og meðal annars undir lokin þegar Ísland hefði átt að vera löngu búið að fá boltann. Jafntefli niðurstaðan sem eru ágæt úrslit fyrir Ísland. Króatía er efst í riðlinum með fimm stig og Ísland í öðru sæti með fjögur stig. Tölfræðin: Króatía - Ísland 26 - 26 (12-15) Mörk Króatíu (skot):, Ivan Cupic 5/5 (6/6), Vedran Zrnic 3 (3), Denis Buntic 3 (3), Igor Vori 3 (4), Ivano Balic 3 (6), Tonci Valcic 3 (8), Marko Kopljar 2 (2), Domagoj Duvnjak 2 (4), Zeljko Musa 1 (1), Manuel Strlek 1 (2), Jakov Gojun (1).Varin skot: Mirko Alilovic 8 (30/2, 27%), Goran Carapina 1 (5/2, 20%).Hraðaupphlaup: 4 (Balic 1, Duvnjak 1, Zrnic 1, Valcic 1).Fiskuð víti: 6 (Vori 2, Balic 1, Duvnjak 1, Lackovic 1, Strlek 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 8 (12), Snorri Steinn Guðjónsson 6/4 (8/4), Róbert Gunnarsson 5 (5), Alexander Petersson 3 (6), Arnór Atlason 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (8), Guðjón Valur Sigurðsson (1).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (40/5, 38%).Hraðaupphlaup: 2 (Ólafur 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Snorri Steinn, Aron1).Utan vallar: 16 mínútur.Dómarar: Vaclav Horacek og Jiri Novotny, voru afar strangir og fóru mjög illa með íslensku varnarmennina. Leikurinn var í beinni lýsingu hér á Vísi og hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Róbert jafnar með frábæru marki, 26-26 og 45 sek eftir. Króatar fá að hanga endalaust á boltanum og Björgvin ver lokaskot leiksins. Jafntefli niðurstaðan, 26-26. 59. mín: Arnór jafnar leikinn með góðu marki en Króatar skora aftur. Ólafur skorar að bragði og Króatar gera slíkt hið sama. Allt á fullu núna og rosaleg lokamínúta framundan. 25-26. 57. mín: Töpum boltanum aftur, Króatar fá hraðaupphlaup, Björgvin ver en Króatar halda boltanum. Þeir fá ótrúlegan mikinn tíma í sókninni og stanslaus fríköst. Króatar skora eftir að hafa fengið ódýrt fríkast. Komast yfir í fyrsta skipti í leiknum. 23-24. 56. mín: Strákarnir kasta boltanum út af. Ólafur fiskar ruðning, hraðaupphlaup og Alexander rennur á vellinum, ótrúleg óheppni. Króatar fá boltann og jafna leikinn. 23-23. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 55. mín: Fyrirliðinn tekur af skarið og skorar fallegt mark utan af velli. Enn einn brottreksturinn hjá okkur og núna Vignir. Réttur dómur. Strákarnir verða að stöðva þetta, erum allt of mikið af velli. Króatar skora og við tveimur færri. 23-22. 53. mín: Róbert skorar af harðfylgi og nælir í brottvísun á Króata, loksins. Buntic fær rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Björgvin ver glæsilega en glórulaust víti dæmt og Ingimundur rekinn af velli. Glórulaus dómur. Króatar skora úr vítinu. 22-21. 52. mín: Aron klúðrar og Króatar skora úr hraðaupphlaupi. Okkar menn að gefa eftir, þrjú mörk Króata í röð og eins marks munur, 21-20. 50. mín: Björgvin ver mikilvæg skot en Alexander fær dæmt á sig skref. Króatar skora, 21-19. 48. mín: Alexander með geðveikt mark á meðan Ólafur hvílir. 21-17. 47. mín: Hávörn Króata að verja allt frá okkur núna. Björgvin ver úr dauðafæri. Ólafur skorar, léttir pressunni af liðinu. 20-17. 45. mín: Arnór brýtur af sér ísinn og skorar gott mark. Ásgeir Örn síðan rekinn af velli, ekki gott mál. Strákarnir alltaf manni færri. Króatar skora, 19-17. 43. mín: Aron ekki að hitta markið í seinni hálfleik. Töpum boltanum manni færri og Króatar skora, 18-16. 42. mín: Snorri fær dæmdan á sig ruðning. Smá vandræðagangur á sókninni þessa stundina. Alexander fær brottvísun, dómararnir ekki alveg að vinna með okkur núna og Króatarnir svolítið að leika. Björgvin ver skot frá Króötum, glæsilegt. 40. mín: Króatar skjóta yfir markið, meira af þessu takk. Arnór skýtur síðan fram hjá, tók erfitt og illa ígrundað skot. Lackovic farinn að spila með Króötum þó svo hann sé meiddur og það segir sína sögu um hversu illa gengur hjá Króötum í leiknum. Hann fiskar víti og Hreiðar reynir að verja en gengur ekki, 18-15. 38. mín: Sverre fær sína þriðju brottvísun. Þetta var afar furðulegur dómur. Sverre lýkur þar með keppni og Vignir Svavarsson kemur í hans stað. 37. mín: Enn finna strákarnir Snorra á línunni og hann fiskar víti. Afar vel gert. Snorri tekur sjálfur vítið og skorar af öryggi. 18-14, mögnuð frammistaða. 36. mín: Björgvin ver tvö skot í röð. Nauðsynlegt að fá hann í gang. Snorri skorar síðan af línunni. Skrekkurinn í upphafi síðari hálfleiks farinn af strákunum og þeir á fullu núna. 17-14. 34. mín: Króatar skora aftur, 15-14. Arnór kemur inn fyrir Aron. Alexander skorar, glæsilega gert. 16-14. 33. mín: Aron með skot yfir en af varnarmanni. Tekur aftur skot en fram hjá. Ekki nógu góð byrjun á seinni hálfleik. Sverre fær síðan tveggja mínútna brottvísun. 32. mín: Guðjón tekur sitt fyrsta skot í upphafi síðari hálfleiks en það er varið. Ísland heldur boltanum. Aron með skot í vörnina og síðan dæmd lína á Króata. Missum síðan boltann. Króatar skora fyrsta mark síðari hálfleiks, 15-13. Hálfleikur: Ísland-Króatía 15-12 Mörk Íslands: Ólafur 5, Ólafur 4/3, Róbert 3, Aron 2, Alexander 1. Björgvin hefur varið sex skot í markinu. 28. mín: Sverre fær tveggja mínútna brottvísun. Í annað sinn sem við erum manni færri. Króatar skora úr víti, 14-11. 27. mín: Vori skorar aftur þegar Króatar eru manni færri. Ísland hefur engu að síður verið að nýta yfirtöluna vel. Aron skorar, þessi drengur er ekki í lagi, 14-10. 26. mín: Igor Vori minnkar muninn en það hefur gengið afar vel að halda aftur af honum hingað til í leiknum. Strákarnir tapa boltanum en Króatar gera slíkt hið sama. Aron fiskar 2 mínútur á einn Króatann. Þriðja sinn sem Ísland er manni færri. Ólafur skorar, 13-9. 24. mín: Alexander stelur boltanum og skorar sjálfur úr hraðaupphlaupi. Mögnuð vörn hjá strákunum og allir að hjálpa til. 12-8 fyrir Ísland. Króatar taka leikhlé. 23. mín: Þetta er afar taktískur leikur. Hægar og yfirvegaðar sóknir hjá báðum liðum og nánast ekkert um hraðaupphlaup. Aron skorar magnað mark. Ótrúleg frammistaða hjá stráknum sem er aðeins 19 ára. 11-8. 21. mín: Aron fiskar víti, fer hamförum strákurinn. Snorri skorar, 9-7. Balic minnkar muninn, 9-8. Þetta er allt í járnum og verður líklega þannig til enda. Óli kemur Íslandi aftur í tveggja marka forystu, 10-8. Ólafur kominn með fjögur mörk. 19. mín: Aron aftur með línusendingu á Róbert sem skorar, 8-6. Alexander fær fyrstu brottvísun Íslands í leiknum og Króatar skora, 8-7. 16. mín: Balic jafnar, 6-6. Aron kemur inn í vinstri skyttuna fyrir Arnór, gefur frábæra línusendingu á Róbert og víti. Snorri skorar, 7-6. 14. mín: Snorri jafnar, 5-5. Er loksins að fá sendingar á línuna sem hefur vantað upp á í þessu móti. Ísland manni fleiri og Óli skorar sitt þriðja mark. Ísland komið yfir á ný, 6-5. 12. mín: Balic að spila vel. Hann er enn með sítt hár, afar töff. Sókn Króata að taka við sér og þeir komast yfir. 4-5. 10. mín: Hin hávaxna vörn Króata er að spila frábærlega. Ólafur að spila vel og tekur af skarið. 4-3 fyrir Ísland. 7. mín: Snorri skorar úr víti, 2-1 fyrir Ísland. 5. mín: Björgvin er að verja vel í upphafi leiks. Talsvert um feila í sóknarleik liðanna og óðagot. 1-1. 2. mín: Byrjunarlið Íslands er það sama og alltaf í mótinu. Björgvin, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur, Alexander og Róbert. Ingimundur og Sverre koma síðan í vörnina. Björgvin ver fyrsta skot leiksins frá Balic. Svolítið hikst í fyrstu sókn Íslands en Ólafur skorar að lokum. 1-0. Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland og Króatía gerðu jafntefli, 26-26, í mögnuðum handboltaleik í Vínarborg í dag. Ísland var með leikinn í hendi sér lengstum en Króatar sýndu mikla seiglu á lokakaflanum. Íslenska liðið var mikið utan vallar í síðari hálfleik og tékkneskir dómarar leiksins leyfðu Króötum að spila ótrúlega langar sóknir og meðal annars undir lokin þegar Ísland hefði átt að vera löngu búið að fá boltann. Jafntefli niðurstaðan sem eru ágæt úrslit fyrir Ísland. Króatía er efst í riðlinum með fimm stig og Ísland í öðru sæti með fjögur stig. Tölfræðin: Króatía - Ísland 26 - 26 (12-15) Mörk Króatíu (skot):, Ivan Cupic 5/5 (6/6), Vedran Zrnic 3 (3), Denis Buntic 3 (3), Igor Vori 3 (4), Ivano Balic 3 (6), Tonci Valcic 3 (8), Marko Kopljar 2 (2), Domagoj Duvnjak 2 (4), Zeljko Musa 1 (1), Manuel Strlek 1 (2), Jakov Gojun (1).Varin skot: Mirko Alilovic 8 (30/2, 27%), Goran Carapina 1 (5/2, 20%).Hraðaupphlaup: 4 (Balic 1, Duvnjak 1, Zrnic 1, Valcic 1).Fiskuð víti: 6 (Vori 2, Balic 1, Duvnjak 1, Lackovic 1, Strlek 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 8 (12), Snorri Steinn Guðjónsson 6/4 (8/4), Róbert Gunnarsson 5 (5), Alexander Petersson 3 (6), Arnór Atlason 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (8), Guðjón Valur Sigurðsson (1).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (40/5, 38%).Hraðaupphlaup: 2 (Ólafur 1, Alexander 1).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Snorri Steinn, Aron1).Utan vallar: 16 mínútur.Dómarar: Vaclav Horacek og Jiri Novotny, voru afar strangir og fóru mjög illa með íslensku varnarmennina. Leikurinn var í beinni lýsingu hér á Vísi og hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Róbert jafnar með frábæru marki, 26-26 og 45 sek eftir. Króatar fá að hanga endalaust á boltanum og Björgvin ver lokaskot leiksins. Jafntefli niðurstaðan, 26-26. 59. mín: Arnór jafnar leikinn með góðu marki en Króatar skora aftur. Ólafur skorar að bragði og Króatar gera slíkt hið sama. Allt á fullu núna og rosaleg lokamínúta framundan. 25-26. 57. mín: Töpum boltanum aftur, Króatar fá hraðaupphlaup, Björgvin ver en Króatar halda boltanum. Þeir fá ótrúlegan mikinn tíma í sókninni og stanslaus fríköst. Króatar skora eftir að hafa fengið ódýrt fríkast. Komast yfir í fyrsta skipti í leiknum. 23-24. 56. mín: Strákarnir kasta boltanum út af. Ólafur fiskar ruðning, hraðaupphlaup og Alexander rennur á vellinum, ótrúleg óheppni. Króatar fá boltann og jafna leikinn. 23-23. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 55. mín: Fyrirliðinn tekur af skarið og skorar fallegt mark utan af velli. Enn einn brottreksturinn hjá okkur og núna Vignir. Réttur dómur. Strákarnir verða að stöðva þetta, erum allt of mikið af velli. Króatar skora og við tveimur færri. 23-22. 53. mín: Róbert skorar af harðfylgi og nælir í brottvísun á Króata, loksins. Buntic fær rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Björgvin ver glæsilega en glórulaust víti dæmt og Ingimundur rekinn af velli. Glórulaus dómur. Króatar skora úr vítinu. 22-21. 52. mín: Aron klúðrar og Króatar skora úr hraðaupphlaupi. Okkar menn að gefa eftir, þrjú mörk Króata í röð og eins marks munur, 21-20. 50. mín: Björgvin ver mikilvæg skot en Alexander fær dæmt á sig skref. Króatar skora, 21-19. 48. mín: Alexander með geðveikt mark á meðan Ólafur hvílir. 21-17. 47. mín: Hávörn Króata að verja allt frá okkur núna. Björgvin ver úr dauðafæri. Ólafur skorar, léttir pressunni af liðinu. 20-17. 45. mín: Arnór brýtur af sér ísinn og skorar gott mark. Ásgeir Örn síðan rekinn af velli, ekki gott mál. Strákarnir alltaf manni færri. Króatar skora, 19-17. 43. mín: Aron ekki að hitta markið í seinni hálfleik. Töpum boltanum manni færri og Króatar skora, 18-16. 42. mín: Snorri fær dæmdan á sig ruðning. Smá vandræðagangur á sókninni þessa stundina. Alexander fær brottvísun, dómararnir ekki alveg að vinna með okkur núna og Króatarnir svolítið að leika. Björgvin ver skot frá Króötum, glæsilegt. 40. mín: Króatar skjóta yfir markið, meira af þessu takk. Arnór skýtur síðan fram hjá, tók erfitt og illa ígrundað skot. Lackovic farinn að spila með Króötum þó svo hann sé meiddur og það segir sína sögu um hversu illa gengur hjá Króötum í leiknum. Hann fiskar víti og Hreiðar reynir að verja en gengur ekki, 18-15. 38. mín: Sverre fær sína þriðju brottvísun. Þetta var afar furðulegur dómur. Sverre lýkur þar með keppni og Vignir Svavarsson kemur í hans stað. 37. mín: Enn finna strákarnir Snorra á línunni og hann fiskar víti. Afar vel gert. Snorri tekur sjálfur vítið og skorar af öryggi. 18-14, mögnuð frammistaða. 36. mín: Björgvin ver tvö skot í röð. Nauðsynlegt að fá hann í gang. Snorri skorar síðan af línunni. Skrekkurinn í upphafi síðari hálfleiks farinn af strákunum og þeir á fullu núna. 17-14. 34. mín: Króatar skora aftur, 15-14. Arnór kemur inn fyrir Aron. Alexander skorar, glæsilega gert. 16-14. 33. mín: Aron með skot yfir en af varnarmanni. Tekur aftur skot en fram hjá. Ekki nógu góð byrjun á seinni hálfleik. Sverre fær síðan tveggja mínútna brottvísun. 32. mín: Guðjón tekur sitt fyrsta skot í upphafi síðari hálfleiks en það er varið. Ísland heldur boltanum. Aron með skot í vörnina og síðan dæmd lína á Króata. Missum síðan boltann. Króatar skora fyrsta mark síðari hálfleiks, 15-13. Hálfleikur: Ísland-Króatía 15-12 Mörk Íslands: Ólafur 5, Ólafur 4/3, Róbert 3, Aron 2, Alexander 1. Björgvin hefur varið sex skot í markinu. 28. mín: Sverre fær tveggja mínútna brottvísun. Í annað sinn sem við erum manni færri. Króatar skora úr víti, 14-11. 27. mín: Vori skorar aftur þegar Króatar eru manni færri. Ísland hefur engu að síður verið að nýta yfirtöluna vel. Aron skorar, þessi drengur er ekki í lagi, 14-10. 26. mín: Igor Vori minnkar muninn en það hefur gengið afar vel að halda aftur af honum hingað til í leiknum. Strákarnir tapa boltanum en Króatar gera slíkt hið sama. Aron fiskar 2 mínútur á einn Króatann. Þriðja sinn sem Ísland er manni færri. Ólafur skorar, 13-9. 24. mín: Alexander stelur boltanum og skorar sjálfur úr hraðaupphlaupi. Mögnuð vörn hjá strákunum og allir að hjálpa til. 12-8 fyrir Ísland. Króatar taka leikhlé. 23. mín: Þetta er afar taktískur leikur. Hægar og yfirvegaðar sóknir hjá báðum liðum og nánast ekkert um hraðaupphlaup. Aron skorar magnað mark. Ótrúleg frammistaða hjá stráknum sem er aðeins 19 ára. 11-8. 21. mín: Aron fiskar víti, fer hamförum strákurinn. Snorri skorar, 9-7. Balic minnkar muninn, 9-8. Þetta er allt í járnum og verður líklega þannig til enda. Óli kemur Íslandi aftur í tveggja marka forystu, 10-8. Ólafur kominn með fjögur mörk. 19. mín: Aron aftur með línusendingu á Róbert sem skorar, 8-6. Alexander fær fyrstu brottvísun Íslands í leiknum og Króatar skora, 8-7. 16. mín: Balic jafnar, 6-6. Aron kemur inn í vinstri skyttuna fyrir Arnór, gefur frábæra línusendingu á Róbert og víti. Snorri skorar, 7-6. 14. mín: Snorri jafnar, 5-5. Er loksins að fá sendingar á línuna sem hefur vantað upp á í þessu móti. Ísland manni fleiri og Óli skorar sitt þriðja mark. Ísland komið yfir á ný, 6-5. 12. mín: Balic að spila vel. Hann er enn með sítt hár, afar töff. Sókn Króata að taka við sér og þeir komast yfir. 4-5. 10. mín: Hin hávaxna vörn Króata er að spila frábærlega. Ólafur að spila vel og tekur af skarið. 4-3 fyrir Ísland. 7. mín: Snorri skorar úr víti, 2-1 fyrir Ísland. 5. mín: Björgvin er að verja vel í upphafi leiks. Talsvert um feila í sóknarleik liðanna og óðagot. 1-1. 2. mín: Byrjunarlið Íslands er það sama og alltaf í mótinu. Björgvin, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur, Alexander og Róbert. Ingimundur og Sverre koma síðan í vörnina. Björgvin ver fyrsta skot leiksins frá Balic. Svolítið hikst í fyrstu sókn Íslands en Ólafur skorar að lokum. 1-0.
Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira