Tökum ábyrgð á eigin heilsu Geir Gunnar Markússon skrifar 9. desember 2010 05:45 Það er mikið rætt og ritað á Íslandi í dag um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu vegna slæmrar stöðu Ríkissjóðs. Við Íslendingar búum við ótrúlega gott heilbrigðiskerfi og við getum treyst því að komast undir læknishendur ef við hnígum niður með kransæðastíflu (þ.e.a.s ef einhver verður var við okkur), fótbrotnum, greindumst með krabbamein, kynsjúkdóm eða önnur alvarleg mein. Það eru ótrúleg fríðindi að búa í landi þar sem svona vel er hugsað um okkur en þessu fylgir líka ókostur. Gæti ástæða þess að við lifum stundum eins og enginn sé morgundagurinn verið sú að við treystum því að heilbrigðiskerfið sjái um okkur ef t.d lungun klikka vegna reykinga, æðarnar stíflast vegna óheilbrigðs mataræðis eða ef hjartað gefur sig vegna neyslu á ólöglegum efnum? Við trúum því, eða í það minnsta vonum það, að ekkert komi fyrir okkur og vitum að ef það klikkar þá er þetta góða heilbrigðiskerfi tilbúið að hugsa vel um okkur, þar til við getum aftur farið að lifa okkar óheilbrigða lífi. Ef við viljum leggja okkar af mörkum til að koma okkur út úr núverandi efnahagskreppu getum við byrjað á að hugsa betur um okkur sjálf og lækkað þannig kostnað heilbriðiskerfisins. Við mundum líklega hugsa betur um okkur ef við þyrftum sjálf að sjá um kostnaðinn við hjartaaðgerðina eða krabbameinsmeðferðina?! Það væri kannski ráðið að taka upp auðvaldsskipulagt heilbrigðiskerfi líkt og tíðast t.d í Bandaríkjunum þar sem þeir sem eiga mesta peninga fá bestu þjónustuna á spítölum. Flestir skipta reglulega um olíu á bílnum sínum og fara reglulega með hann í skoðun, vitandi að hann getur brætt úr sér sé það ekki gert og verðgildi hans minnkar. Þurfum við að ganga um með verðmiða til þess að við áttum okkur á því að við komum aðeins í einu eintaki? Það væri gaman að sjá hvort fólk mundi meta líf sitt betur ef ríkið tæki ekki að sér að sjá um það ef eitthvað færi úrskeiðis líkamlega? Ef ég væri gerður að heilbrigðisráðherra þá mundi ég taka upp hinn árlega „Hjálpaðu þér sjálfur" daginn þar sem hver og einn þyrfti að sjá um sig í veikindum sínum, þá fyrst held ég að almenningur komi til með að meta heilsu sína!? Auðvitað er hér um grín að ræða en það er samt sem áður kominn tími til að fólk átti sig á því hvers virði heilsa þess er! Ein ástæða þess að sumir hugsa ekki um líkama sinn gæti verið sjálfseyðingarhvöt og einhver óhamingja í lífinu. Þeim væri hreinlega sama þótt að það gæfi upp öndina og um að gera að borða óhollt, dópa og reykja til að flýta fyrir því ferli. En ég hvet alla sem eru í þessum hugleiðingum að heimsækja fólk sem hefur lamast og alvarlega veika sjúklinga á legudeildum og líknardeildum spítala landsins. Óskir þessara sjúklinga eru ótrúlega einfaldar t.d. „ég væri til í að geta gengið" og „ég væri til í að geta séð börnin mín brosa einu sinni enn". Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem gefa því gildi en því miður áttum við okkur stundum bara á því of seint. Við þurfum þó ekki að lifa eins og grænmetisætur, hreyfa okkur meira en Íþróttaálfurinn og hugsa eingöngu um heilsu okkar og heilbrigði. Leyfum okkur flest (innan skynsamlegra marka) það sem lífið hefur upp á að bjóða en í HÓFI. Við megum ekki verða svo upptekin af því að lifa heilbrigðu lífi að við gleymum að lifa því! Metum lífið og þennan eina kropp sem við höfum og um leið munum við öðlast mun ánægjulegra og innihaldsríkara líf og minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum eða veikindum í kjölfarið. „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er mikið rætt og ritað á Íslandi í dag um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu vegna slæmrar stöðu Ríkissjóðs. Við Íslendingar búum við ótrúlega gott heilbrigðiskerfi og við getum treyst því að komast undir læknishendur ef við hnígum niður með kransæðastíflu (þ.e.a.s ef einhver verður var við okkur), fótbrotnum, greindumst með krabbamein, kynsjúkdóm eða önnur alvarleg mein. Það eru ótrúleg fríðindi að búa í landi þar sem svona vel er hugsað um okkur en þessu fylgir líka ókostur. Gæti ástæða þess að við lifum stundum eins og enginn sé morgundagurinn verið sú að við treystum því að heilbrigðiskerfið sjái um okkur ef t.d lungun klikka vegna reykinga, æðarnar stíflast vegna óheilbrigðs mataræðis eða ef hjartað gefur sig vegna neyslu á ólöglegum efnum? Við trúum því, eða í það minnsta vonum það, að ekkert komi fyrir okkur og vitum að ef það klikkar þá er þetta góða heilbrigðiskerfi tilbúið að hugsa vel um okkur, þar til við getum aftur farið að lifa okkar óheilbrigða lífi. Ef við viljum leggja okkar af mörkum til að koma okkur út úr núverandi efnahagskreppu getum við byrjað á að hugsa betur um okkur sjálf og lækkað þannig kostnað heilbriðiskerfisins. Við mundum líklega hugsa betur um okkur ef við þyrftum sjálf að sjá um kostnaðinn við hjartaaðgerðina eða krabbameinsmeðferðina?! Það væri kannski ráðið að taka upp auðvaldsskipulagt heilbrigðiskerfi líkt og tíðast t.d í Bandaríkjunum þar sem þeir sem eiga mesta peninga fá bestu þjónustuna á spítölum. Flestir skipta reglulega um olíu á bílnum sínum og fara reglulega með hann í skoðun, vitandi að hann getur brætt úr sér sé það ekki gert og verðgildi hans minnkar. Þurfum við að ganga um með verðmiða til þess að við áttum okkur á því að við komum aðeins í einu eintaki? Það væri gaman að sjá hvort fólk mundi meta líf sitt betur ef ríkið tæki ekki að sér að sjá um það ef eitthvað færi úrskeiðis líkamlega? Ef ég væri gerður að heilbrigðisráðherra þá mundi ég taka upp hinn árlega „Hjálpaðu þér sjálfur" daginn þar sem hver og einn þyrfti að sjá um sig í veikindum sínum, þá fyrst held ég að almenningur komi til með að meta heilsu sína!? Auðvitað er hér um grín að ræða en það er samt sem áður kominn tími til að fólk átti sig á því hvers virði heilsa þess er! Ein ástæða þess að sumir hugsa ekki um líkama sinn gæti verið sjálfseyðingarhvöt og einhver óhamingja í lífinu. Þeim væri hreinlega sama þótt að það gæfi upp öndina og um að gera að borða óhollt, dópa og reykja til að flýta fyrir því ferli. En ég hvet alla sem eru í þessum hugleiðingum að heimsækja fólk sem hefur lamast og alvarlega veika sjúklinga á legudeildum og líknardeildum spítala landsins. Óskir þessara sjúklinga eru ótrúlega einfaldar t.d. „ég væri til í að geta gengið" og „ég væri til í að geta séð börnin mín brosa einu sinni enn". Það eru þessir litlu hlutir í lífinu sem gefa því gildi en því miður áttum við okkur stundum bara á því of seint. Við þurfum þó ekki að lifa eins og grænmetisætur, hreyfa okkur meira en Íþróttaálfurinn og hugsa eingöngu um heilsu okkar og heilbrigði. Leyfum okkur flest (innan skynsamlegra marka) það sem lífið hefur upp á að bjóða en í HÓFI. Við megum ekki verða svo upptekin af því að lifa heilbrigðu lífi að við gleymum að lifa því! Metum lífið og þennan eina kropp sem við höfum og um leið munum við öðlast mun ánægjulegra og innihaldsríkara líf og minnka líkur á alvarlegum sjúkdómum eða veikindum í kjölfarið. „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun."
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun