Meira „orðaskak“ um málfar Þorgrímur Gestsson skrifar 21. júlí 2010 06:00 Vegna greinar minnar í Fréttablaðinu 14. júlí sl. gerir Ásgrímur Angantýsson nokkra grein fyrir þeim mörkum á milli rétts máls og rangs, sem hann kýs, í nafni menntunar sinnar, að miða við. Ég kann honum þökk fyrir þessa greiningu og er sammála henni að mestu leyti. Þó felli ég mig ekki við að „spáðu í því" sé viðurkennd málvenja, ekki frekar en til að mynda „ég vill" þótt sú málnotkun sé orðin allútbreidd. Verra þykir mér að sitja undir þeim ummælum Þórs Stefánssonar í Fréttablaðinu 15. júlí að greinar mínar innihaldi „orðaskak" sem einkennist af „hneykslun á vondu og röngu máli annarra". Grein Þórs lýkur á því að hann lýsir því sem sinni skoðun að betra sé „að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn". Mér skilst að sú sneið sé mér ætluð, og þykir mér hart að sitja undir slíku rakalausu ámæli. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað greinarhöfundur er að fara þegar hann nefnir „boð og bönn" í þessu samhengi. Það lyktar satt að segja óþægilega af málfarslegri frjálshyggju. Eða á ekki að skilja það þannig að maðurinn telji að engar reglur megi gilda um tungumálið? Önnur merkileg fullyrðing í grein Þórs er: „Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess." Þetta er í samræmi við hið nýja sjónarmið, að tungumálið eigi að breytast frjálst og án hafta. Barátta gegn einföldun tungumálsins og vaxandi orðafátækt, hlýtur þá að teljast bera vitni um „staðnaðan hugsunarhátt" og „bókstafstrú". Vissulega hefur íslenskan breyst talsvert á þeim 1100 árum sem landið hefur verið byggt og hún er enn að breytast. En þó eru breytingarnar ekki meiri en svo að sæmilega læst, íslenskumælandi fólk getur lesið 800 ára gamla texta, sem er meira en margar aðrar þjóðir geta státað af. Þór nefnir einnig í grein sinni flámælið, „sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku". Þar eiga víst við „boð og bönn". Ég tel hins vegar að barátta Björns Guðfinnssonar gegn flámælinu um miðja síðustu öld hafi valdið óbætanlegum spjöllum á íslensku máli, en hann vildi sem kunnugt er koma á samræmdu, íslensku talmáli en varð ekki ágengt í því. Þessi framburður, sem tókst næstum því að útrýma, er ævaforn og finnst einnig í ýmsum norskum mállýskum, sem bendir eindregið til þess að hann hafi þekkst í hinni fornu, norrænu tungu. Þeir sem hafa lesið texta frá fyrri öldum, til að mynda 16. og 17 öld, sem ritaður var löngu áður en samdar voru samræmdar ritreglur og hver ritaði í samræmi við sinn eigin framburð, vita að þá var flámæli algengt. Í Íslenzku fornbréfasafni er kaupbréf fyrir jörðinni Fljótshólum frá árinu 1547. Þar stendur meðal annars: „Skildizt þad og faldizt vndir þessu þeirra handabande ad fyrnefnder brædur Arnor oc finnur [svo] selldu adurgreindum Herra Gizure iaurdina alla fliotzhola..." Um það bil öld síðar kvað síra Hallgrímur Pétursson í upphafi Passíusálma: Ljuffann Jesum til lausnar mier, langade vijst ad deya hier mig skyllde og lista ad minnast þess, mynum drottne til þacklætess. (JS 337 4to) Flámæli var algengt fram yfir miðja síðustu öld á stórum hlutum landsins, aðallega Suðurnesjum, Austur-Skaftafellssýslu og Austfjörðum, en er nú því miður að mestu horfið. Að lokum vil ég vitna í orð málvöndunarmannsins Hallbjarnar Halldórssonar um samhengið í íslenskunni, sem hann skrifaði árið 1944: „Sem þjóð höfum vér Íslendingar ekkert annað að gera í næstu þúsund ár en að varðveita íslenzkt mál. Ekkert annað getum vér Íslendingar afrekað, sem aðrir [svo] þjóðir geta ekki vissulega gert jafn-vel eða betur." (Lýðveldishugvekja um Íslenzkt mál - forlátaútgáfa, bls. 46). Ég vona að með þessu hafi mér tekist að reka af mér það slyðruorð að í umræðu um málfar stundi ég orðaskak í hneykslan minni á vondu og röngu máli annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Vegna greinar minnar í Fréttablaðinu 14. júlí sl. gerir Ásgrímur Angantýsson nokkra grein fyrir þeim mörkum á milli rétts máls og rangs, sem hann kýs, í nafni menntunar sinnar, að miða við. Ég kann honum þökk fyrir þessa greiningu og er sammála henni að mestu leyti. Þó felli ég mig ekki við að „spáðu í því" sé viðurkennd málvenja, ekki frekar en til að mynda „ég vill" þótt sú málnotkun sé orðin allútbreidd. Verra þykir mér að sitja undir þeim ummælum Þórs Stefánssonar í Fréttablaðinu 15. júlí að greinar mínar innihaldi „orðaskak" sem einkennist af „hneykslun á vondu og röngu máli annarra". Grein Þórs lýkur á því að hann lýsir því sem sinni skoðun að betra sé „að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn". Mér skilst að sú sneið sé mér ætluð, og þykir mér hart að sitja undir slíku rakalausu ámæli. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað greinarhöfundur er að fara þegar hann nefnir „boð og bönn" í þessu samhengi. Það lyktar satt að segja óþægilega af málfarslegri frjálshyggju. Eða á ekki að skilja það þannig að maðurinn telji að engar reglur megi gilda um tungumálið? Önnur merkileg fullyrðing í grein Þórs er: „Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess." Þetta er í samræmi við hið nýja sjónarmið, að tungumálið eigi að breytast frjálst og án hafta. Barátta gegn einföldun tungumálsins og vaxandi orðafátækt, hlýtur þá að teljast bera vitni um „staðnaðan hugsunarhátt" og „bókstafstrú". Vissulega hefur íslenskan breyst talsvert á þeim 1100 árum sem landið hefur verið byggt og hún er enn að breytast. En þó eru breytingarnar ekki meiri en svo að sæmilega læst, íslenskumælandi fólk getur lesið 800 ára gamla texta, sem er meira en margar aðrar þjóðir geta státað af. Þór nefnir einnig í grein sinni flámælið, „sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku". Þar eiga víst við „boð og bönn". Ég tel hins vegar að barátta Björns Guðfinnssonar gegn flámælinu um miðja síðustu öld hafi valdið óbætanlegum spjöllum á íslensku máli, en hann vildi sem kunnugt er koma á samræmdu, íslensku talmáli en varð ekki ágengt í því. Þessi framburður, sem tókst næstum því að útrýma, er ævaforn og finnst einnig í ýmsum norskum mállýskum, sem bendir eindregið til þess að hann hafi þekkst í hinni fornu, norrænu tungu. Þeir sem hafa lesið texta frá fyrri öldum, til að mynda 16. og 17 öld, sem ritaður var löngu áður en samdar voru samræmdar ritreglur og hver ritaði í samræmi við sinn eigin framburð, vita að þá var flámæli algengt. Í Íslenzku fornbréfasafni er kaupbréf fyrir jörðinni Fljótshólum frá árinu 1547. Þar stendur meðal annars: „Skildizt þad og faldizt vndir þessu þeirra handabande ad fyrnefnder brædur Arnor oc finnur [svo] selldu adurgreindum Herra Gizure iaurdina alla fliotzhola..." Um það bil öld síðar kvað síra Hallgrímur Pétursson í upphafi Passíusálma: Ljuffann Jesum til lausnar mier, langade vijst ad deya hier mig skyllde og lista ad minnast þess, mynum drottne til þacklætess. (JS 337 4to) Flámæli var algengt fram yfir miðja síðustu öld á stórum hlutum landsins, aðallega Suðurnesjum, Austur-Skaftafellssýslu og Austfjörðum, en er nú því miður að mestu horfið. Að lokum vil ég vitna í orð málvöndunarmannsins Hallbjarnar Halldórssonar um samhengið í íslenskunni, sem hann skrifaði árið 1944: „Sem þjóð höfum vér Íslendingar ekkert annað að gera í næstu þúsund ár en að varðveita íslenzkt mál. Ekkert annað getum vér Íslendingar afrekað, sem aðrir [svo] þjóðir geta ekki vissulega gert jafn-vel eða betur." (Lýðveldishugvekja um Íslenzkt mál - forlátaútgáfa, bls. 46). Ég vona að með þessu hafi mér tekist að reka af mér það slyðruorð að í umræðu um málfar stundi ég orðaskak í hneykslan minni á vondu og röngu máli annarra.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun