Handbolti

Aron líklega á leið til Þýskalands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aron Kristjánsson stýrði Haukum til bikarmeistaratitils um nýliðna helgi.
Aron Kristjánsson stýrði Haukum til bikarmeistaratitils um nýliðna helgi.

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í handboltanum, mun líklegast taka við þjálfun þýska liðsins Hannover Burgdorf sem leikur í efstu deild þar í landi.

Hann er í viðræðum við félagið um að taka við stjórnartaumunum í sumar.

Hannover er nýliði í þýsku deildinni og situr í 14. sæti af 18 liðum. Hannes Jón Jónsson leikur með liðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×