Lífið

Aguilera dýrkar latex þrátt fyrir kláða og útbrot

Söngkonan hreinlega dýrkar að klæðast þröngum fötum úr latexi.
Söngkonan hreinlega dýrkar að klæðast þröngum fötum úr latexi.

Christina Aguilera hreinlega dýrkar að klæðast þröngum fötum úr latexi, þrátt fyrir að þau valdi henni kláða.

Í nýjasta myndbandi söngkonunnar klæðist hún alls konar ögrandi fatnaði. „Ég fór ekki að sofa fyrr en fimm um morguninn vegna þess að upptökurnar stóðu svo lengi yfir. Rigningin var ísköld og ég var í rauðum latex-galla. Þetta var algjör kvöl og pína," sagði hún og viðurkenndi að hafa fengið útbrot vegna gallans.

Engu að síður hefur hún virkilega gaman að þessum þrönga klæðnaði og bætir við að eiginmaður sinn hafi mjög gaman af að horfa á hana í latexi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.