Erlent

Í konungshöllina á fölsuðum pappírum

Óli Tynes skrifar
Konungshöllin í Osló.
Konungshöllin í Osló.

Afrísk kona sem unnið hefur sem þjónustustúlka í norsku konungshöllinni í átta ár kom til landsins á fölsuðum skilríkjum.

Konan hefur orðið norskan ríkisborgararétt og vegabréf. Hún sagðist vera frá Sómalíu þegar hún kom til Noregs árið 1990.

Síðan 1995 hafa norsk stjórnvöld hinsvegar efast um að hún hafi sagt satt. Tungumálapróf, DNA próf og fjölskylduhagir benda til þess að hún sé frá Tanzaníu eða Kenya.

Samkvæmt lögum er hægt að svipta konuna vegabréfi en engin tilhneiging til þess er hjá norska utanríkisráðuneyti.

Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði í samtali við norska blaðið Aftenposten að konan væri vel liðinn starfsmaður í höllinni. Meira vildi hann ekki tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×