Erlent

Múslimar lýsa sigri í múhameðsteikninga-deilunni

Óli Tynes skrifar
Hús Politiken við Ráðhústorgið.
Hús Politiken við Ráðhústorgið.

Saudi-Arabiskur lögfræðingur hefur lýst yfir áfangasigri í slagnum við dönsk dagblöð um Múhameðsteikningarnar.

Dagblaðið Politiken hefur birt afsökunarbeiðni til múslima sem sem hafi sárnað birting myndanna. Blaðið stendur hinsvegar á rétti sínum til þess að hafa birt þær á sínum tíma.

Níu önnur dönsk dagblöð hafa neitað að fara þessa leið málamiðlunar og saka Politiken um svik við tjáningarfrelsið.

Nokkrir danskir stjórnmálamenn hafa tekið undir þetta og Pia Kjærsgaard hvatti önnur dagblöð til þess að birta teikningarnar á nýjan leik með fréttum sínum af afsökunarbeiðninni.

Það hafa þau þó ekki gert og Faisal Yamani lögfræðingur sem samdi við Politiken fyrir hönd afkomenda spámannsins segir að það sé áfangasigur sem hann fagnar.

Yamani segir að því miður hafi önnur blöð ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og hann muni nú snúa sér að þeim með málshöfðunum ef þörf krefur. Hann segir að afkomendur spámannsins hafi djúpa vasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×