Erlent

Leyniskjöl opinberuð eftir 64 ár

Harry s. Truman. Samningurinn var gerður í forsetatíð Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna.
Harry s. Truman. Samningurinn var gerður í forsetatíð Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna.

Leynilegur samningur sem gerður var í upphafi kalda stríðsins um samstarf leyniþjónustu Bandaríkjanna og Bretlands var opinberaður í gær.

Samningurinn var gerður árið 1946 og skyldaði ríkin til þess að deila nær öllum mögulegum upplýsingum sem leyniþjónusta þeirra varð sér úti um. Auk þess skyldi hvorugt ríkið njósna um hitt. Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland skrifuðu seinna undir sambærilega samninga við ríkin tvö.

Grundvöllur samningsins var áheit um að hver samningsaðili skyldi deila með hinum öllum sínum upplýsingum án beiðni. Það skyldi vera venjuleg vinnuregla og upplýsingarnar settar upp eins og beðið væri um. Upphaflega var samningurinn hugsaður sem rammi utan um það samstarf sem orðið hafði til milli Bandaríkjanna og Bretlands í þessum efnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Bæði Bandaríkin og Bretland samþykktu að upplýsa þriðja aðila aldrei um tilvist samningsins en þrátt fyrir það fóru snemma af stað sögur um tilvist hans. Leyniþjónusta Bretlands viðurkenndi árið 2006 að tilvist slíks samnings og var hann svo loks opinberaður í gær. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×