Enski boltinn

Robinho vill ekki fara aftur til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Robinho er yfir sig ánægður hjá Santos í heimalandinu og hann hefur lýst yfir áhuga á að vera þar áfram. Hann hefur lítinn áhuga á því að koma aftur til Man. City.

Robinho var lánaður til Santos í janúar þar sem hann var engan veginn að finna sig með City-liðinu.

Samkvæmt samningi ber honum að snúa aftur til Englands þann 4. ágúst en hann er ekki spenntur fyrir því eftir að vera nýbúinn að vinna titil í Brasilíu.

„Ég er mjög hamingjusamur. Þessi titill skiptir mig mjög miklu enda hafði ég ekki unnið hann áður. Ég hef fundið gleðina á vellinum á nýjan leik með þessu frábæra liði sem spilar sóknarbolta með bros á vör," sagði Robinho.

„Leyfið mér að vera hér áfram án þess að gera of mikið mál úr því. Það væri mjög gott. Ég er að vona að þetta sé aðeins fyrsti titillinn af mörgum hjá mér með þessu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×