„Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag“ Boði Logason skrifar 28. nóvember 2010 14:35 Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor „Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
„Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira