„Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag“ Boði Logason skrifar 28. nóvember 2010 14:35 Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor „Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira