„Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag“ Boði Logason skrifar 28. nóvember 2010 14:35 Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor „Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
„Þetta er versta kjörsókn í um það bil hundrað ár á landsvísu," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir nokkrar ástæður geta verið fyrir því að kjörsóknin í kosningunum í gær hafi verið eins slök og raun ber vitni. En kjörsókn á öllu landinu var tæplega 37 prósent. Gunnar Helgi segir að í nútíma stjórnmálum hafi ekki verið haldnar kosningar með álíka lélega kjörsókn. Hann telur að ástæðurnar gætu verið nokkrar. „Ein er sú, að þetta fyrirbæri stjórnlagaþing er umdeilt. Sumir töldu að þetta væri ekki forgangsverkefni á meðan aðrir sögðu það mikilvægt. Og það er allt í lagi að menn deili um það. Einhverjir höfðu meiri áhuga en aðrir." Mikill kostnaður fyrir kjósendur Einnig segir Gunnar Helgi að kosningafyrirkomulagið hafi ekki verið vel heppnað. „Undirbúningsvinnan var ekki nægilega vönduð og kosningafyrirkomulagið var flókið. Það gerði það að verkum að kosningabaráttan var ómarkviss. Það var líka mikill kostnaður í tíma fyrir kjósendur, sem þurftu að leggja mikið á sig til að kjósa. Þetta tók langan tíma, það er enginn vafi á því að það er hluti af skýringunni. Þetta var illa lukkað kosningafyrirkomulag."Kjósendur þreyttir Gunnar Helgi nefnir einnig að hugsanlega hafi það eitthvað að segja að stjórnlagaþingið hafi verið ráðgefandi. Þá hafi jafnvel þreyta verið í kjósendum en þrjár kosningar hafa verið á landsvísu á árinu. Fyrst var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave í mars, sveitarstjórnarkosningar í maí og í gær stjórnlagaþingskosningar. „Það kann að vera að ákveðin kosningaþreyta hafi verið í fólki. Alþjóðleg reynsla sýnir að fleiri og þéttari kosningar hafi áhrif á þátttökuna. Það kann að vera hluti af skýringunni," segir Gunnar Helgi að lokum.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira