Erlent

Úteyjar gætu orðið löðrandi af olíu

Óli Tynes skrifar
Olíuhreinsun á Mexíkóflóa
Olíuhreinsun á Mexíkóflóa Mynd/AP

Yfirvöld í Missisippi segja að olíuósandi tjöruboltar hafi byrjað að berast þar að landi í gær.

Það er til marks um áhyggjurnar af ástandinu að ríkisstjórar Lousiana, Texas, Missisippi og Alabama lýstu gærdaginn sérstakan bænadag fyrir umhverfinu.

Ekki síst horfa menn áhyggjuaugum á fellibylinn Alex sem er á leið inn á Mexíkóflóa. Ef hann tekur þar verstu leið gæti hann sópað gríðarlegu olíumagni yfir úteyjar undan ströndinni.

Íbúar þar eru skelfingu lostnir því engin leið að verjast storminum. Alex gæti líka orðið þess valdandi að hætta yrði öllum tilraunum til þess að stöðva olíulekann í tvær vikur.

Forða þyrfti öllum tækjabúnaði af hreinsunarsvæðinu og það myndi taka um hálfan mánuð að koma honum aftur á vettvang og setja hann upp.

Talsmaður British Petroleum segir að ekki hafi enn komið til þess að flytja menn og tækjabúnað af vettvangi lekans.

Sunnar á Mexíkóflóa eru hinsvegar bæði BP og Shell að flytja fólk af olíuborpöllum til að vera viðbúnir ef allt fer á versta veg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×