Erlent

Fram fari ítarleg rannsókn á námuslysinu

Pútín  heimsótti í gær svæðið í grennd við kolanámuna þar sem tvær sprengingar urðu síðastliðið laugardagskvöld.
Pútín heimsótti í gær svæðið í grennd við kolanámuna þar sem tvær sprengingar urðu síðastliðið laugardagskvöld. Mynd/AP
Vladimir Pútín, forsætisráðherra, Rússlands heimsótti í gær svæðið í grennd við kolanámuna þar sem tvær sprengingar urðu síðastliðið laugardagskvöld. Hann hefur fyrirskipað að fram fari ítarleg rannsókn á atvikinu. Búið er að finna 47 lík verkamanna og björgunarmanna en 43 eru enn innilokaðir í námunni. Líkurnar á að hægt verði að bjarga fólkinu minnka á degi hverjum.

Alls voru 359 starfsmenn neðanjarðar þegar fyrri sprengingin varð í námunni sem er staðsett í vesturhluta Síberíu. Í kjölfarið voru björgunarmenn sendir af stað og voru þeir komnir niður í námuna þegar seinni sprengingin varð. Talið er að um metansprengingu hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×