Erlent

Ráðist á Múhameðs-teiknara í Svíþjóð -myndband

Óli Tynes skrifar
Lögreglan brást snöggt við til varnar Vilks.
Lögreglan brást snöggt við til varnar Vilks.

Sænski teiknarinn Lars Vilks var að flytja fyrirlestur um tjáningarfrelsi í háskólanum í Uppsölum þegar upphófust mikil hróp á arabisku -Allah er mikill. Svo var ráðist á hann.

Vegna friðsamlegra mótmæla múslima utan dyra voru lögreglumenn í salnum og kom til talsverðra ryskinga. Vilks var skallaður í andlitið þannig að gleraugu hans brotnuðu en sjálfan sakaði hann lítið.

Eins og aðrir Múhameðs-teiknarar hefur Vilks fengið fjölmargar líflátshótanir. Á síðasta ári var flett ofan af morðsamsæri gegn honum.

Um síðustu jól var reynt að myrða danska teiknarann Kurt Westergaard þegar múslimi réðist inn á heimili hans hníf og öxi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×