Umræðan um álver í Helguvík 2. september 2010 06:00 Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra. Sá áróður hefur litlu skilað nema ef vera skyldi að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins hafi örlítið aukist síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Stóryrði hafa fallið jafnt hjá fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem og fulltrúum sveitarstjórnarmeirihlutans í Reykjanesbæ og nærliggjandi bæjarfélögum, nú síðast hjá bæjarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni. Þótt flestir virðist nú loks hafa áttað sig á að það er ekki við stjórnvöld að sakast í þessum efnum heldur er vandinn fyrst og fremst skortur á fjármagni og erfiðleikar við orkuöflun, þá situr bæjarstjórinn við sinn keip og er staðráðinn í að kenna umhverfisráðherra um að hindra framkvæmdir. Haft er eftir honum í Morgunblaðinu 31. ágúst að honum finnist að hraði þeirra mála sem fari í umhverfisráðuneytið sé mældur í jarðfræðilegum tíma þar sem 300 ár eru augnablik. Þessi ummæli endurspegla litla þekkingu bæjarstjórans á málinu sjálfu og opinberum réttarreglum sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri sem handhafar opinbers valds. Í ljósi þessara ummæla skal áréttað að allar skipulagsáætlanir sem umhverfisráðherra hefur fengið til staðfestingar og lúta að uppbyggingu fyrirhugaðs álvers í Helguvík hafa verið afgreidd að einu undanskildu. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðarvirkjunar og Bitruvirkjunar. Eins og greint var frá í nýlegri fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins er afgreiðsla þess skipulags í eðlilegum farvegi í ráðuneytinu. Ummæli bæjarstjórans hljóta í þessu tilliti að teljast léttvæg. Hitt er alvarlegra að ummælin endurspegla litla virðingu fyrir vandaðri stjórnsýslu og réttindum almennings. Stjórnsýsla til fyrirmyndarMarkmið skipulags- og byggingarlaga er m.a. að tryggja að réttaröryggi einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borið og að mannvirkjagerð fái faglegan undirbúning. Hvorki umhverfisráðherra né stofnunum umhverfisráðuneytisins er leyfilegt að leggja þessi markmið laganna til hliðar til að flýta fyrir afgreiðslu mála. Réttaröryggi borgaranna í samskiptum sínum við stjórnvöld er líka tryggt með stjórnsýslulögum. Í þeim felst m.a. að áður en stjórnvald tekur ákvörðun er því skylt að kalla eftir gögnum sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun. Þessar leikreglur eru settar stjórnvöldum til aðhalds. Það væri beinlínis brot á lögum að víkja þessum leikreglum til hliðar til að hraða málum í gegnum stjórnkerfið vegna þess að pólitískur vilji stæði til þess eða að um það hafi verið samið. Ef það er vilji til að slaka á aðhaldi við meðferð opinbers valds þá er það ekki í hlutverki framkvæmdavaldsins, þ.e. ráðherra, að breyta því. Það er Alþingis að setja þær leikreglur sem framkvæmdavaldinu er ætlað að starfa samkvæmt. Upplýstur grundvöllur ákvarðanaUmhverfisráðherra hefur m.a. það hlutverk samkvæmt lögum að staðfesta skipulag sveitarfélaga. Það hlutverk tek ég alvarlega, enda fela lögin í sér skyldu umhverfisráðherra til að hafa eftirlit með því að rétt sé að verki staðið við gerð slíks skipulags. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varpar mikilvægu ljósi á þessa skyldu og ábyrgð ráðherra. Niðurstaða nefndarinnar var m.a. sú að stjórnvöld hafi tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess að afla sér nægilegra upplýsinga um mögulegar afleiðingar þeirra. Allir handhafar opinbers valds eiga að draga lærdóm af skýrslunni, það hef ég gert og vonandi mun bæjarstjórinn í Garði gera slíkt hið sama.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun