Erlent

Þrettán myrtir í Acapulco

MYND/AP
Þrettán voru drepnir í mexíkönsku strandborginni Acapulco í gær. Morðin eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum og höfðu morðingjarnir hoggið höfuðin af fjórum fórnarlambanna.

Fimm þeirra drepnu voru lögreglumenn en byssumenn réðust á þá þegar þeir voru á vakt í úthverfi borgarinnar. Átta önnur lík fundust síðar sundurskotin vítt og breitt um borgina.

Forseti Mexíkó, Felipe Calderon hefur lagt embætti sitt að veði við að berjast við eiturlyfjagengin en 19 þúsund manns hafa látist í átökunum í forsetatíð hans en hann tók við embætti árið 2006. 45 þúsund hermenn og lögreglumenn taka þátt í baráttunni en lítið virðist ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×