Erlent

Fangar í Georgíu afplána dóma í munkaklaustrum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illa búinn fangaklefi. Mynd/ AFP.
Illa búinn fangaklefi. Mynd/ AFP.
Til stendur að láta fanga í Georgíu afplána dóma sína í munkaklaustrum þar í landi vegna skorts á fangelsisrými.

Fangelsismálayfirvöld í Georgíu segja að með þessu með gera réttarkerfið í landinu ögn frjálslegra. Fréttastofa BBC segir hins vegar að raunveruleg ástæða fyrir þessum fyrirætlunum sé sú að fjöldi fanga hafi vaxið gríðarlega að undanförnu.

Eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum bíða hátt í 300 einstaklingar eftir afplánun á Íslandi. Hins vegar er aðeins vitað um eitt starfandi munkaklaustur hér á landi svo það er ólíklegt að munkarnir geti orðið Fangelsismálastofnun að liði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×