Erlent

Fjöldamorðum hótað í háskóla í Stokkhólmi

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú orðsendingu sem birtist á netinu á föstudaginn var en í henni hótar óþekktur maður að fremja fjöldamorð í Konunglega tækniháskólanum í höfuðborg Svíþjóðar. Lögregla og skólayfirvöld taka hótunina mjög alvarlega.

Í orðsendingunni segir sá sem skrifar að hann sé að hugsa um að mæta með skammbyssuna sína í skólann á mánudag og skjóta eins marga og hann getur áður en lögreglan kemur á staðinn.

Lena Edwardson yfirmaður öryggismála við skólann segir að þar á bæ taki menn hótunina mjög alvarlega. „Við erum með 18 þúsund nemendur og 3000 starfsmenn. Ef við skoðum sambærileg mál kemur í ljós að ávallt hefur netið verið notað til að gefa út hótun áður en látið er til skarar skríða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×