Erlent

Hörð átök á G20 fundinum í Toronto

Átök hafa brotist út á milli mótmælenda og lögreglumanna á G20 fundinum í Toronto en þar hittast öflugustu ríki heims og ráða ráðum sínum. Mótmælendur kveiktu í bifreiðum, köstuðu grjóti og butu rúður í nótt þegar þeir reyndu að komast inn fyrir girðingu sem sett hefur verið upp umhverfis fundarstaðinn. Lögreglan býst við að átökin haldi áfram í dag en frá því í gær hafa 480 manns verið handteknir af lögreglu. Engar fregnir hafa borist af meiðlsum, hvorki á meðal mótmælenda né lögreglumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×