Skynsamleg fjárfesting í uppsveiflu? Sigurjón Atli Sigurðsson skrifar 22. desember 2010 05:45 Í rekstri fyrirtækja skiptir miklu máli að hlúa vel að mannauðnum sínum svo sú fjárfesting sem í honum felst sé sem arðsömust. Eftir misseri erfiðleika í íslensku atvinnulífi liggur framundan uppsveifla sem í felast mörg tækifæri. Í þessum tækifærum mun stýring mannauðsins skipta sköpum og í þeirri stýringu munu réttu verkfærin skipa stóran sess. Stjórnendur þurfa aðgang að réttum upplýsingum um starfsfólk í sinni ákvarðanatöku og mannauðsstjórar þurfa að geta miðlað slíkum upplýsingum hratt og vel. Lykillinn er gott mannauðskerfi. Starfsfólkið er okkar dýrmætasta eign. Þekking starfsmanna, reynsla, líðan þeirra og velferð skiptir því fyrirtæki miklu máli. Utanumhald starfsmannaupplýsinga hjálpar fyrirtækjum að hafa starfsmannamálin í lagi, tryggir að nýliðar skrifi undir ráðningarsamning, fari á nýliðanámskeið, sé afhent aðgangskort og svo framvegis. Einnig að þekking starfsmanna sé á pari við þær kröfur sem fyrirtækið gerir og að þróun þekkingar sé í rétta átt. Að starfsmenn sem láta af störfum séu látnir skila búnaði eða fríðindum sem eru í eigu fyrirtækisins, tölvum, mælitækjum, símum, aðgangskortum, afsláttarkjörum og svo framvegis. Undanfarin misseri hefur áherslan í mannauðskerfum verið að færast frá mannauðssviðum fyrirtækja yfir til stjórnendanna sjálfra. Stjórnendur vilja og þurfa að hafa greiðan aðgang að rauntímaupplýsingum um sitt fólk. Með því ná þeir að bregðast hraðar við uppákomum svosem skyndilegri aukningu yfirvinnu eða veikinda, útrunninna réttinda og fleira. Starfsmannahald fyrirtækja hefur oft á tíðum unnið og miðlað slíkum upplýsingum en með nýrri tækni er einfalt að veita stjórnendum beinan aðgang að þeim upplýsingum sem skipta þá máli. Upplýsingum sem stjórnir fyrirtækja vilja að stjórnendur fylgist með, því á endanum hefur það jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Misjafnt er hvaða upplýsingar skapa fyrirtækjum ávinning þegar kemur að mannauðsupplýsingum. Flest fyrirtæki vilja fylgjast grannt með kostnaðarskapandi þáttum, svo sem launum, yfirvinnu, veikindum og þess háttar. Önnur fyrirtæki skiptir miklu máli að réttindum, svo sem vinnuvélaréttindum eða einhvers konar vottunum, sé viðhaldið og þau renni ekki út. Hverjar sem upplýsingarnar eru sem fylgjast skal með, þá hjálpa mannauðskerfi við slík eftirlit. Aðgangur stjórnenda að upplýsingum um mætingu, fjarvistir, veikindi, réttindi, þekkingu og fleira gerir stjórnendum auðveldara að stjórna sínu fólki á hagkvæmari hátt. Þá eru ráðningarmál, svo sem móttaka umsókna, úrvinnsla umsókna, samskipti við umsækjendur og sjálf ráðningin, orðin fyrirferðarmeiri þáttur vegna síaukins fjölda umsókna í núverandi ástandi á markaðnum. Í ráðningarferlinu hefur gott verkfæri mikil áhrif á verkflæði, skipulag, gæði ferlisins og síðast en ekki síst minnkar kostnað þar sem ferlið verður markvissara. Verkfærið tryggir að öllum umsækjendum er svarað, auðvelt er að halda utan um hvern og einn umsækjanda, aðgengi stjórnenda að umsóknum batnar og ímynd fyrirtækisins verður jákvæðari í huga umsækjenda. Í mannauðskerfum er gjarnan að finna mikið af upplýsingum sem gagnast við rekstur fyrirtækisins eða stýringu starfsmanna og stjórnenda. Mikilvægt er að nýta þessar upplýsingar og gera aðgengilegar þeim sem þær þurfa. Að framan voru taldir upp nokkrir kostir þess að gefa stjórnendum aðgang. Aðgengi starfsmanna er ekki síður mikilvægt. Starfsmenn sjá til þess að upplýsingar þeirra séu réttar og uppfærðar reglulega, þeir geta fengið aðgang að skjölum, starfsmannasamtölum, launaupplýsingum o.fl. hafi þeir réttindi til. Besti aðilinn til að viðhalda starfsmannaupplýsingum er yfirleitt starfsmaðurinn sjálfur. Þannig bætist sífellt við upplýsingar sem stjórnendur geta nýtt sér á einhvern hátt. Það er ekki bara þannig að fyrirtæki velji sér starfsfólk - starfsfólk velur sér einnig vinnustað. Það getur verið stór kostur að halda starfsmannaupplýsingum í einu kerfi. Með því móti sparast innsláttur, villuhætta minnkar og flækjustig við að tengja saman mörg kerfi. Upplýsingar sem umsækjandi fyllir út á umsóknareyðublaði ættu að flytjast yfir í launa- og mannauðskerfi, þaðan yfir til stjórnenda, yfir á innri og ytri vefi og svo framvegis. Þannig haldast upplýsingarnar réttar, ekki er verið að halda við starfsmannalistum á mörgum stöðum heldur eru upplýsingarnar alltaf lesnar beint úr mannauðskerfinu. Starfsmaður sem hættir hverfur þá sjálfkrafa af vefjum og nýr starfsmaður bætist sjálfkrafa við um leið og hann er stofnaður í launakerfinu. Í vændum er uppsveifla. Hvernig fyrirtæki búa í haginn fyrir komandi uppsveiflu mun hafa afgerandi áhrif á gengi þeirra í samkeppninni á næstu misserum. Tæknin leikur þar stóran þátt og þau verkfæri sem hún býður upp á. Grípum tækifærið og látum tæknina styðja við mannauðinn okkar á tímum uppgangs og velgengni. Fortíðinni getum við ekki breytt en framtíðin er í okkar höndum. Gott mannauðskerfi er fjárfesting sem borgar sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í rekstri fyrirtækja skiptir miklu máli að hlúa vel að mannauðnum sínum svo sú fjárfesting sem í honum felst sé sem arðsömust. Eftir misseri erfiðleika í íslensku atvinnulífi liggur framundan uppsveifla sem í felast mörg tækifæri. Í þessum tækifærum mun stýring mannauðsins skipta sköpum og í þeirri stýringu munu réttu verkfærin skipa stóran sess. Stjórnendur þurfa aðgang að réttum upplýsingum um starfsfólk í sinni ákvarðanatöku og mannauðsstjórar þurfa að geta miðlað slíkum upplýsingum hratt og vel. Lykillinn er gott mannauðskerfi. Starfsfólkið er okkar dýrmætasta eign. Þekking starfsmanna, reynsla, líðan þeirra og velferð skiptir því fyrirtæki miklu máli. Utanumhald starfsmannaupplýsinga hjálpar fyrirtækjum að hafa starfsmannamálin í lagi, tryggir að nýliðar skrifi undir ráðningarsamning, fari á nýliðanámskeið, sé afhent aðgangskort og svo framvegis. Einnig að þekking starfsmanna sé á pari við þær kröfur sem fyrirtækið gerir og að þróun þekkingar sé í rétta átt. Að starfsmenn sem láta af störfum séu látnir skila búnaði eða fríðindum sem eru í eigu fyrirtækisins, tölvum, mælitækjum, símum, aðgangskortum, afsláttarkjörum og svo framvegis. Undanfarin misseri hefur áherslan í mannauðskerfum verið að færast frá mannauðssviðum fyrirtækja yfir til stjórnendanna sjálfra. Stjórnendur vilja og þurfa að hafa greiðan aðgang að rauntímaupplýsingum um sitt fólk. Með því ná þeir að bregðast hraðar við uppákomum svosem skyndilegri aukningu yfirvinnu eða veikinda, útrunninna réttinda og fleira. Starfsmannahald fyrirtækja hefur oft á tíðum unnið og miðlað slíkum upplýsingum en með nýrri tækni er einfalt að veita stjórnendum beinan aðgang að þeim upplýsingum sem skipta þá máli. Upplýsingum sem stjórnir fyrirtækja vilja að stjórnendur fylgist með, því á endanum hefur það jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Misjafnt er hvaða upplýsingar skapa fyrirtækjum ávinning þegar kemur að mannauðsupplýsingum. Flest fyrirtæki vilja fylgjast grannt með kostnaðarskapandi þáttum, svo sem launum, yfirvinnu, veikindum og þess háttar. Önnur fyrirtæki skiptir miklu máli að réttindum, svo sem vinnuvélaréttindum eða einhvers konar vottunum, sé viðhaldið og þau renni ekki út. Hverjar sem upplýsingarnar eru sem fylgjast skal með, þá hjálpa mannauðskerfi við slík eftirlit. Aðgangur stjórnenda að upplýsingum um mætingu, fjarvistir, veikindi, réttindi, þekkingu og fleira gerir stjórnendum auðveldara að stjórna sínu fólki á hagkvæmari hátt. Þá eru ráðningarmál, svo sem móttaka umsókna, úrvinnsla umsókna, samskipti við umsækjendur og sjálf ráðningin, orðin fyrirferðarmeiri þáttur vegna síaukins fjölda umsókna í núverandi ástandi á markaðnum. Í ráðningarferlinu hefur gott verkfæri mikil áhrif á verkflæði, skipulag, gæði ferlisins og síðast en ekki síst minnkar kostnað þar sem ferlið verður markvissara. Verkfærið tryggir að öllum umsækjendum er svarað, auðvelt er að halda utan um hvern og einn umsækjanda, aðgengi stjórnenda að umsóknum batnar og ímynd fyrirtækisins verður jákvæðari í huga umsækjenda. Í mannauðskerfum er gjarnan að finna mikið af upplýsingum sem gagnast við rekstur fyrirtækisins eða stýringu starfsmanna og stjórnenda. Mikilvægt er að nýta þessar upplýsingar og gera aðgengilegar þeim sem þær þurfa. Að framan voru taldir upp nokkrir kostir þess að gefa stjórnendum aðgang. Aðgengi starfsmanna er ekki síður mikilvægt. Starfsmenn sjá til þess að upplýsingar þeirra séu réttar og uppfærðar reglulega, þeir geta fengið aðgang að skjölum, starfsmannasamtölum, launaupplýsingum o.fl. hafi þeir réttindi til. Besti aðilinn til að viðhalda starfsmannaupplýsingum er yfirleitt starfsmaðurinn sjálfur. Þannig bætist sífellt við upplýsingar sem stjórnendur geta nýtt sér á einhvern hátt. Það er ekki bara þannig að fyrirtæki velji sér starfsfólk - starfsfólk velur sér einnig vinnustað. Það getur verið stór kostur að halda starfsmannaupplýsingum í einu kerfi. Með því móti sparast innsláttur, villuhætta minnkar og flækjustig við að tengja saman mörg kerfi. Upplýsingar sem umsækjandi fyllir út á umsóknareyðublaði ættu að flytjast yfir í launa- og mannauðskerfi, þaðan yfir til stjórnenda, yfir á innri og ytri vefi og svo framvegis. Þannig haldast upplýsingarnar réttar, ekki er verið að halda við starfsmannalistum á mörgum stöðum heldur eru upplýsingarnar alltaf lesnar beint úr mannauðskerfinu. Starfsmaður sem hættir hverfur þá sjálfkrafa af vefjum og nýr starfsmaður bætist sjálfkrafa við um leið og hann er stofnaður í launakerfinu. Í vændum er uppsveifla. Hvernig fyrirtæki búa í haginn fyrir komandi uppsveiflu mun hafa afgerandi áhrif á gengi þeirra í samkeppninni á næstu misserum. Tæknin leikur þar stóran þátt og þau verkfæri sem hún býður upp á. Grípum tækifærið og látum tæknina styðja við mannauðinn okkar á tímum uppgangs og velgengni. Fortíðinni getum við ekki breytt en framtíðin er í okkar höndum. Gott mannauðskerfi er fjárfesting sem borgar sig.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar