Erlent

Aung San Suu Kyi ekki fram

Herforingjarnir
Telja sig ómissandi.
nordicphotos/AFP
Herforingjarnir Telja sig ómissandi. nordicphotos/AFP
Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni.

Leiðtogi Lýðræðishreyfingarinnar, Aung San Suu Kyi, hefur verið í stofufangelsi meira og minna síðan 1990. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×