Erlent

Kjörin forseti Kosta Ríka fyrst kvenna

Laura Chinchilla fagnaði sigri í gær.
Laura Chinchilla fagnaði sigri í gær. Mynd/AP

Laura Chinchilla var í gær kjörin forseti Kosta Ríka fyrst kvenna. Hún var varaforseti Oscar Arias fráfarandi forsetaembætti.

Chinchilla sem er 51 gömul fékk rúmlega 47% atvæða eða um 20% meira en Otton Solis, helsti andstæðingur hennar, sem hefur viðurkennt ósigur sinn. Chinchilla þurfti að fá meira en 40% atkvæða til að ná kjöri annars hefði þurft að kjósa aftur á milli hennar og Solis.

Ekki er talið að umfangsmiklar breytingar verði á stjórn landsins með kjöri Chinchilla sem hefur unnið náið með fráfarandi forseta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×