Innlent

Tæplega tvö þúsund manns skráðu sig úr Þjóðkirkjunni

Alls voru 3717 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2009. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 1982.
Alls voru 3717 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2009. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 1982.
1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni, 18 ára og eldri 186.697 eða 78,8% mannfjöldans. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6559 félagsmenn 18 ára og eldri. Utan trúfélaga voru 8483 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar, en 15.682 í óskráð trúfélög eða ótilgreint. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag.

Alls voru 3717 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2009. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 1982. Flestir þeirra létu skrá sig utan trúfélaga, 1.066, en allnokkrir í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja eða 585. Flestar nýskráningar voru utan trúfélaga árið 2009, alls 1.184. Af trúfélögum voru flestar nýskráningar í Kaþólsku kirkjuna eða 736. Flestir þeirra, 672, voru áður í óskráðu trúfélagi eða ótilgreindu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×