Lífið

Charlie Sheen böstaður í dulargervi

Forsíða In Touch.
Forsíða In Touch.
Vikublaðið In Touch komst í feitt þegar ljósmyndari náði myndum af leikaranum Charlie Sheen í frekar misheppnaðu dulargervi fyrir utan heimili hjákonu sinnar, undirfatafyrirsætunnar Angelinu Tracy.

Þetta skýtur skökku við þar sem Sheen hefur verið að reyna að lappa upp á ímyndina og hjónabandið að undanförnu. Hann og eiginkonan Brooke Mueller eiga eins árs tvíbura saman og fóru bæði í meðferð í vetur eftir að löggan kom og handtók hann fyrir heimilisofbeldi.

Sheen setti á sig yfirvaraskegg í tilefni dagsins, auk sólgleraugna og hettu. In Touch segir Charlie hafa stundað það að lauma sér út úr meðferðinni til að hitta Tracy. Einnig að hún vinni sem fylgdarstúlka, kalli sig þá Ninu og rukki 3000 dollara (370 þús. krónur) á klukkustund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.