Lífið

Íslenski dansflokkurinn stjarna þýskrar hátíðar

Úr verkinu Kvart eftir Jo Strömgren sem sýnt var á danshátíð í Brimum við mikið lof.
Úr verkinu Kvart eftir Jo Strömgren sem sýnt var á danshátíð í Brimum við mikið lof.

Þýskir gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af sýningu Íslenska dansflokksins á danshátíð í Bremen í Þýskalandi sem haldin var í apríl.

Á dagskránni voru tvö verk eftir þekkta og virta danshöfunda: Kvart eftir Norðmanninn Jo Strömgren, og Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Þriðja verkið var Heilabrot eftir Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttur sem er nýtt og ferskt tvíeyki frá Íslandi þekkt fyrir kómíska, jafnvel grátbroslega, og óhefðbundna sköpun.

Blaðið Die Tageszeitung sagði að Íslenski dansflokkurinn hefði óvænt verið stjarna hátíðarinnar: „Vegna landfræðilegrar staðsetningar sinnar er flokkurinn einangraður og hefur þar af leiðandi tileinkað sér mikla fjölbreytni – verkin sem flokkurinn sýndi voru á ótrúlega breiðum skala, allt frá óvægnu dansleikhús yfir í dansflugelda í anda Svanavatnsins. Það virðist einnig sem þetta kalda loftslag ali af sér virkilega skemmtilegan húmor.“

Gagnrýnendur Kreiszeitung Bremen og Augsburger Allgemeine hrósuðu dönsurunum fyrir tæknilega fullkomnun en einnig og þá sérstaklega fyrir leiklistarhæfileika þeirra og héldu þeir varla vatni yfir frammistöðu dansaranna í hinu mjög svo kómíska verki Endastöð, þar sem þeir túlka eldra fólk í leit sinni að æskunni.

- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.