Endurskoðun verksviða í heilbrigðiskerfinu Katrín Sigurðardóttir og skrifa 16. desember 2010 05:45 Undanfarið hefur verið í umræðunni að aðrar heilbrigðisstéttir en læknar sjái um hluta þeirra verka sem eingöngu læknar hafa sinnt hingað til á Íslandi. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa greint frá hvernig þeir sjá sína fagstétt inni í þeirri mynd og fulltrúar sjúkraþjálfara hafa bent á hvað tíðkast í öðrum löndum varðandi þeirra stétt. Sem fulltrúi geislafræðinga vil ég koma því á framfæri að geislafræðingar í ýmsum löndum í heiminum sjá um úrlestur tiltekinna rannsókna sem hér á landi eru í höndum lækna. Einnig sjá geislafræðingar um klíníska skoðun sjúklinga sem orðið hafa fyrir minni háttar áverkum, meta hvort þurfi röntgenrannsókn, veita þá meðferð sem þarf eða vísa sjúklingum áfram til læknis ef áverkar kalla á það. Þar sem slíkt fyrirkomulag er, hafa mælingar sýnt að þjónusta við sjúklinga hefur orðið skilvirkari og öruggari. Á Íslandi þarf lítið til að geislafræðingar geti tekið að sér slík verk og er það því raunhæfur möguleiki. Í gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu er hugsunin að nýta heilbrigðisstofnanir í samræmi við þá tækni og getu sem þær búa yfir. Þannig er ætlunin að hátæknisjúkrahúsið sé notað til flóknari verka sem eru í samræmi við getu þess og svo framvegis. Sama á að gilda um fagstéttir innan heilbrigðiskerfisins, beina á til þeirra verkefnum sem eru í samræmi við þekkingu og getu þeirra. Slík ráðstöfun myndi dýpka þekkingu og auka gæði þjónustu. Langt er síðan aðrar heilbrigðisstéttir en læknar breyttust úr því að vera lítt menntaðir aðstoðarmenn lækna yfir í að vera vel menntaðar fagstéttir sem vinna sjálfstætt. Áratugir eru síðan menntun þeirra þróaðist yfir í að vera háskólamenntun sem lýkur með háskólagráðum. Það er því löngu orðið tímabært að endurskoða þessi mál með það í huga að nýta fjárfestingu menntunar á sem bestan hátt með gæði og örugga þjónustu við sjúklinga að leiðarljósi. Sé okkur á Íslandi alvara með að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara og verja gæði þjónustu við sjúklinga, á að endurskoða það út frá þessum sjónarmiðum. Mikilvægt er að heiðarlega og faglega sé staðið að endurskoðun sem þessari og að allar fagstéttir séu hafðar með í ráðum. Hagur sjúklinga verður að vera hafður að leiðarljósi en ekki baráttan um völd sem lengi hefur loðað við heilbrigðiskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið í umræðunni að aðrar heilbrigðisstéttir en læknar sjái um hluta þeirra verka sem eingöngu læknar hafa sinnt hingað til á Íslandi. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa greint frá hvernig þeir sjá sína fagstétt inni í þeirri mynd og fulltrúar sjúkraþjálfara hafa bent á hvað tíðkast í öðrum löndum varðandi þeirra stétt. Sem fulltrúi geislafræðinga vil ég koma því á framfæri að geislafræðingar í ýmsum löndum í heiminum sjá um úrlestur tiltekinna rannsókna sem hér á landi eru í höndum lækna. Einnig sjá geislafræðingar um klíníska skoðun sjúklinga sem orðið hafa fyrir minni háttar áverkum, meta hvort þurfi röntgenrannsókn, veita þá meðferð sem þarf eða vísa sjúklingum áfram til læknis ef áverkar kalla á það. Þar sem slíkt fyrirkomulag er, hafa mælingar sýnt að þjónusta við sjúklinga hefur orðið skilvirkari og öruggari. Á Íslandi þarf lítið til að geislafræðingar geti tekið að sér slík verk og er það því raunhæfur möguleiki. Í gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu er hugsunin að nýta heilbrigðisstofnanir í samræmi við þá tækni og getu sem þær búa yfir. Þannig er ætlunin að hátæknisjúkrahúsið sé notað til flóknari verka sem eru í samræmi við getu þess og svo framvegis. Sama á að gilda um fagstéttir innan heilbrigðiskerfisins, beina á til þeirra verkefnum sem eru í samræmi við þekkingu og getu þeirra. Slík ráðstöfun myndi dýpka þekkingu og auka gæði þjónustu. Langt er síðan aðrar heilbrigðisstéttir en læknar breyttust úr því að vera lítt menntaðir aðstoðarmenn lækna yfir í að vera vel menntaðar fagstéttir sem vinna sjálfstætt. Áratugir eru síðan menntun þeirra þróaðist yfir í að vera háskólamenntun sem lýkur með háskólagráðum. Það er því löngu orðið tímabært að endurskoða þessi mál með það í huga að nýta fjárfestingu menntunar á sem bestan hátt með gæði og örugga þjónustu við sjúklinga að leiðarljósi. Sé okkur á Íslandi alvara með að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara og verja gæði þjónustu við sjúklinga, á að endurskoða það út frá þessum sjónarmiðum. Mikilvægt er að heiðarlega og faglega sé staðið að endurskoðun sem þessari og að allar fagstéttir séu hafðar með í ráðum. Hagur sjúklinga verður að vera hafður að leiðarljósi en ekki baráttan um völd sem lengi hefur loðað við heilbrigðiskerfið.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar