Lífið

Little Britain-gaurar með nýja þætti á flugvelli

Matt Lucas og David Walliams eru með nýja gamanþætti í undirbúningi.
Matt Lucas og David Walliams eru með nýja gamanþætti í undirbúningi.

Matt Lucas og David Walliams úr þáttunum Little Britain eru að hefja vinnu við nýja gamanþætti fyrir BBC sem hafa fengið vinnuheitið Come Fly With Me. Þættirnir verða sex talsins og gerast á fjölförnum flugvelli. Matt og David leika allar persónurnar, auk þess sem gestaleikarar koma við sögu.

„Það er frábært að næsti stóri þáttur Matts og Davids verði hjá BBC One. Þeir eru gífurlega hæfileikaríkir handritshöfundar og leikarar og Come Fly With Me er virkilega spennandi hugmynd," sagði Jay Hun, yfirmaður BBC One.

Þættirnir verða frumsýndir síðar á þessu ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.