Handbolti

Björgvin: Lið í Þýskalandi, Spáni og Danmörku hafa áhuga á mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið í miklu stuði á EM.
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið í miklu stuði á EM. Mynd/DIENER
Björgvin Páll Gústavsson sagði í viðtali við þýsku handboltasíðuna handball-world.com að það væru lið frá Þýskalandi, Spáni og Danmörku sem hefðu sýnt sér áhuga.

Björgvin hefur staðið sig gríðarlega vel í leikjum íslenska liðsins hér á EM í Austurríki og hefur í síðustu þremur leikjum verið valinn maður leiksins af mótshöldurum.

Hann spilar nú með Kadetten Schaffhausen í Sviss en hann er sagður nú vilja komast í þýsku úrvalsdeildina.

„Það eru mörg félög sem hafa áhuga á mér," er haft eftir honum á vefnum. „Það eru líka félög frá Spáni og Danmörku sem hafa sýnt áhuga. Mér líkar þó vel dvölin hjá Kadetten - við erum með gott lið."

Haft er eftir Björgvini í fyrirsögn greinarinnar að hann ætli sér að verða einn af fimm bestu markvörðum heims en þó er ekki minnst á það í greininni sjálfri, sem má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×