Sigurður Bjarnason: Við förum í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2010 12:15 Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis. Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, spáir því að íslenska landsliðið vinni Norðmenn í dag og tryggi sér með því sæti í undanúrslitunum á laugardaginn. Sigurður sér liðið fara alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu. „Mér lýst mjög vel á leikinn og hlakka mikið til að horfa á þetta. Það er allt eða ekkert núna. Miðað við það hvernig strákarnir hafa verið að spila í keppninni til þess þá tel ég að þeir komi til með að vinna þetta, 36-33. Það verður mjög spennandi en svo hristum við þá af okkur," segir Sigurður Bjarnason í léttum tón. „Norsararnir eru mjög góðir og mér fannst þeir tapa ósanngjarnt á móti Dönunum. Það loðir samt alltaf við Norðmennina að þeir klikki alltaf í stórkeppnunum. Þeir hafa aldrei náð alvöru árangri í stórkeppni en standa sig oft mjög vel utan stórkeppna." „Það er lykilatriði að við náðum að hvíla liðið í Rússaleiknum. Guðmundur lét þá alla spila og maður sá þarna Sturla koma gríðarlega sterkan inn. Hann var búinn að sitja á bekknum allan tímann en kemur svo inn. klikkar ekki á skoti og er mjög öruggur. Ég held að þetta eigi við alla leikmenn í liðinu. Það eru allir tilbúnir og Guðmundur þarf bara að nota þá. Ef hann skynjar það að menn eru ekki alveg í gangi þá þarf hann að henda næsta manni inn á völlinn." „Við vorum ekki með Ólaf Stefánsson í jafnteflisleikjunum við þá í undankeppninni en núna erum við með Ólaf. Við erum komnir með sterkara lið. Þetta voru hörkuleikir í undankeppninni en ég held að það komi okkur meira til góða að hafa spilað við þá. Guðmundur er bara þannig að hann stúderar andstæðinginn svo rosalega. Við erum þarna með tvo leiki á móti þeim sem þeir hafa sér til halds og traust þegar þeir eru að skoða upptökur með norska liðinu." „Við þurfum ekkert að stoppa neitt sérstaklega hjá norska liðinu en Kristian Kjelling og Borge Lund eru mjög góðir og línumaðurinn Frank Löke er rosalega leiðinlegur. Danir áttu í stökustu vandræðum með hann en hann var líka kolólöglegur. Við verðum að passa okkur á því að fara ekki í einhvern slag við þennan línumann. Danir voru alltaf með hann í fanginu en við þurfum að vera fyrir framan hann." „Steinar Ege er mjög góður í markinu en við þurfum ekkert að óttast hann meira heldur en einhvern annan. Við vorum með Kasper Hvidt á móti okkur gegn Dönum og hann er heimsklassa markvörður. Strákarnir voru ekki að pæla í því og þurfa bara að koma sér í góð færi." „Við komust í undanúrslitin í dag og ég held að það sé deginum ljósara að við séum að fara í úrslitaleikinn. Ég þori að fullyrða það og ét það þá bara ofan í mig ef það gengur ekki eftir. Mér finnst bara strákarnir vera það sannfærandi og það góðir," sagði Sigurður að lokum. Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, spáir því að íslenska landsliðið vinni Norðmenn í dag og tryggi sér með því sæti í undanúrslitunum á laugardaginn. Sigurður sér liðið fara alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu. „Mér lýst mjög vel á leikinn og hlakka mikið til að horfa á þetta. Það er allt eða ekkert núna. Miðað við það hvernig strákarnir hafa verið að spila í keppninni til þess þá tel ég að þeir komi til með að vinna þetta, 36-33. Það verður mjög spennandi en svo hristum við þá af okkur," segir Sigurður Bjarnason í léttum tón. „Norsararnir eru mjög góðir og mér fannst þeir tapa ósanngjarnt á móti Dönunum. Það loðir samt alltaf við Norðmennina að þeir klikki alltaf í stórkeppnunum. Þeir hafa aldrei náð alvöru árangri í stórkeppni en standa sig oft mjög vel utan stórkeppna." „Það er lykilatriði að við náðum að hvíla liðið í Rússaleiknum. Guðmundur lét þá alla spila og maður sá þarna Sturla koma gríðarlega sterkan inn. Hann var búinn að sitja á bekknum allan tímann en kemur svo inn. klikkar ekki á skoti og er mjög öruggur. Ég held að þetta eigi við alla leikmenn í liðinu. Það eru allir tilbúnir og Guðmundur þarf bara að nota þá. Ef hann skynjar það að menn eru ekki alveg í gangi þá þarf hann að henda næsta manni inn á völlinn." „Við vorum ekki með Ólaf Stefánsson í jafnteflisleikjunum við þá í undankeppninni en núna erum við með Ólaf. Við erum komnir með sterkara lið. Þetta voru hörkuleikir í undankeppninni en ég held að það komi okkur meira til góða að hafa spilað við þá. Guðmundur er bara þannig að hann stúderar andstæðinginn svo rosalega. Við erum þarna með tvo leiki á móti þeim sem þeir hafa sér til halds og traust þegar þeir eru að skoða upptökur með norska liðinu." „Við þurfum ekkert að stoppa neitt sérstaklega hjá norska liðinu en Kristian Kjelling og Borge Lund eru mjög góðir og línumaðurinn Frank Löke er rosalega leiðinlegur. Danir áttu í stökustu vandræðum með hann en hann var líka kolólöglegur. Við verðum að passa okkur á því að fara ekki í einhvern slag við þennan línumann. Danir voru alltaf með hann í fanginu en við þurfum að vera fyrir framan hann." „Steinar Ege er mjög góður í markinu en við þurfum ekkert að óttast hann meira heldur en einhvern annan. Við vorum með Kasper Hvidt á móti okkur gegn Dönum og hann er heimsklassa markvörður. Strákarnir voru ekki að pæla í því og þurfa bara að koma sér í góð færi." „Við komust í undanúrslitin í dag og ég held að það sé deginum ljósara að við séum að fara í úrslitaleikinn. Ég þori að fullyrða það og ét það þá bara ofan í mig ef það gengur ekki eftir. Mér finnst bara strákarnir vera það sannfærandi og það góðir," sagði Sigurður að lokum.
Mest lesið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport