Handbolti

Alexander: Nú verður þetta ekkert mál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Mynd/DIENER

Alexander Petersson sagði að leikurinn gegn Noregi hafi verið sá erfiðasti í keppninni fyrir sig hingað til. Ísland vann Noreg, 35-34, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum mótsins.

„Jú, ég fann fyrir einhverju í fætinum í dag. Ég veit ekki hvort það var bara þreyta eða eitthvað annað,“ sagði Alexander eftir leikinn í dag.

„En strákarnir stóðu sig ótrúlega vel. Arnór, Bjöggi og Óli var mjög góður. Þetta var ótrúlegt,“ sagði hann.

„Við vorum svo sannarlega á tánum í dag. Þetta var mjög jafn leikur og þetta réðst á því í lokin að Bjöggi varði og Arnór skoraði. Þetta er ansi ljúft.“

Og Alexander segir það auðvitað frábæra tilfinningu að vera kominn í undanúrslitin.

„Jú, þetta er nú annað stórmótið okkar í röð þar sem við komumst í undanúrslitin. Þetta verður því ekkert mál núna,“ sagði hann og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×