Erlent

Mótmælunum í Bangkok lokið

Mótmælunum í Bangkok er lokið. Stjórnarandstæðingar gáfust upp í morgun.
Mótmælunum í Bangkok er lokið. Stjórnarandstæðingar gáfust upp í morgun. Mynd/AP

Til að forðast frekari blóðsúthellingar hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Tælandi lýst yfir að mótmælunum sem hafa undanfarnar vikur í landinu sé lokið. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að þing landsins verði leyst upp og að boðað verði til kosninga.

Herinn lét til skarar skríða í nótt gegn stjórnaranstæðinum og létu fimm lífið, þar á meðal ítalskur blaðamaður. Á sjötta tug eru særðir. Frá því að seinni lota hinna hörðu átaka hófst fyrir viku hafa meira en 40 týnt lífi og á fjórða hundrað særst. Í heildina hafa meira en 80 látið lífið frá því mótmælaaðgerðirnar hófust fyrir tveimur mánuðum.


Tengdar fréttir

Tælenski herinn lét til skarar skríða

Tælenski herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum í nótt. Minnsta kosti fjórir eru látnir eftir átök í höfuðborginni Bangkok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×