Erlent

Fjöldafangelsanir á herforingjum í Tyrklandi

Óli Tynes skrifar
Frá Istanbúl.
Frá Istanbúl.

Átta háttsettir herforingjar til viðbótar hafa formlega verið ákærðir fyrir að undirbúa valdarán í Tyrklandi.

Þá hafa alls tuttugu foringjar verið fangelsaðir fyrir þær sakir. Meðal þeirra eru fimm flotaforingjar og þrír hershöfðingjar.

Alls voru fimmtíu háttsettir foringjar handteknir í skyndiáhlaupum í tólf borgum síðastliðinn mánudag. Meðal þeirra voru fyrrverandi æðstu yfirmenn flughers, flota og landhers.

Aldrei áður hefur komið til annars eins uppgjörs milli ríkjandi stjórnvalda og hersins. Herinn hefur jafnan haft mikil pólitísk völd og meðal annars steypt fjórum ríkisstjórnum af stóli síðan 1960.

Tyrkland er múslimaríki en herinn hefur talið sig standa vörð um veraldleg gildi. Stjórnin sem nú stýrir landinu er hrein múslimastjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×