Erlent

Pakistan lokar flutningaleiðum NATO

Óli Tynes skrifar
Flutningabílalest í Aftanistan.
Flutningabílalest í Aftanistan.

Pakistan hefur lokað annarri aðal-flutningaleið NATO herjanna inn í Afganistan. Þetta var gert eftir að bandarískar herþyrlur gerðu árás á varðstöð Pakistansmegin landamæranna og felldu þar þrjá Pakistanska hermenn.

Undanfarnar vikur hafa Bandaríkjamenn verið að herða mjög árásir stöðvar talibana í Pakistan. Þeir eru einnig farnir að elta herflokka sem reyna að komast í skjól í Pakistan.

Yfirvöld í Pakistan hafa ekki sagt neitt opinberlega um lokun flutningaleiðarinnar um Khyber skarð. Þau hafa ekki staðfest að skarðinu hafi verið lokað vegna árásarinnar.

Þau hafa heldur ekkert sagt um hvort þessi lokun er til frambúðar. Ef sú verður raunin mun það valda mikilli spennu milli Bandaríkjanna og Pakistans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×